Bréf til fjármálaráðherra

Nýlega sendi ég tölvubréf til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra.
Úr því að ég hef ekkert svar fengið, birti ég bréfið nú hér á bloggsíðu minni.

Góðan daginn Steingrímur,
Er að lesa fréttir á vefmiðlunum og hnaut um eftirfarandi fyrirsögn á dv.is: „Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla“ Ég held að það þurfi nú að gera eitthvað annað og meira en að nudda augun og verða hissa á endalausum fréttum um sukkið og siðleysið sem viðgekkst átölulaust í bönkum landsins fyrir bankahrun.
Mig grunar að enn sé víða maðkur í mysunni.
Vísa í blogg mitt frá því fyrir um mánuði síðan; sjá http://hoerdur.blog.is/blog/hoerdur/entry/1028208/
Ítreka það sem þar kemur fram:
Það þýðir ekkert að taka með silkihönskum á mönnum sem berjast með boxhönskum fyrir sig og sína.

Á borði þíns ráðuneytis er mál sem ég minnist á í þessum pistli mínum.
Hvernig má það vera að fyrst steli banki, Landsbankinn, 31.2 % sparnaðar einstaklinga og félaga, með samþykki, vilja og vitund Alþingis og fyrri ríkisstjórnar og síðan skattleggur ríkið tekjur þær sem búið er að ræna af þegnum og fyrirtækjum þessa lands? Tilraunir til að fá leiðréttingu á skattlagningu vegna skertrar greiðslugetu hafa ekki skilað neinu. Maður líttu þér nær!

Peningamarkaðssjóður Landsbankans var Icesave á Íslandi. Er ekki rétt að leiðrétta það ranglæti sem borgarar/skattgreiðendur þessa lands urðu fyrir af hálfu Landsbankans, Alþingis og fyrri ríkisstjórnar áður en erlendum aðilum er endurgreitt tap sparnaðar sem þeir urðu fyrir af hendi sömu aðila. Maður líttu þér nær! Eru skyldur þingmanna og ráðherra íslenska ríkisins ekki fyrst og mest við þegna Íslands?
Þarf maður að tala ensku eða flæmsku til að hlustað sé á sanngjarnar kröfur um fulla endurgreiðslu sparnaðar?
Með kveðju 
Hörður Hilmarsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 39958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband