Hótel Rangá er flottur staður

Bauð konunni í óvissuferð um helgina. Sló tvær flugur í einu höggi og heimsótti Hótel Rangá sem ég átti eftir að skoða til að athuga hvort við getum nýtt hótelið fyrir erlenda gesti ÍT ferða - IT Travel. Hótelið er glæsilegt og gaman að það skuli vera til 4ra stjörnu hótel "úti í sveit", en samt í aðeins rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá Stór-Kópavogssvæðinu (!). Við borðuðum á hótelinu og fyrir valinu varð 4ra rétta samsettur matseðill sem reyndist vera einhver albesta máltíð sem við höfum lengi fengið ..... og erum við þó góðu vön. Það er ljóst að Friðrik Pálsson, Björn Eriksson hótelstjóri og þeirra fólk kann vel til verka, því allur pakkinn, gisting, matur og þjónusta svínvirkaði. Það verður enginn svikinn af heimsókn eða dvöl á Hótel Rangá hvort sem tilgangur er fundur utan erils höfuðborgarsvæðisins, afmæli, brúðkaup eða annað.
Gef staðnum mín bestu meðmæli og hlakka til að koma aftur.
Takk fyrir okkur.

Hörður Hilmarsson og frú


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 39959

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband