Rangfærslur leiðréttar !

Til upplýsinga, að gefnu tilefni:
Það hvað Landsbankinn með stuðningi ríkisins kaus að endurgreiða innistæðueigendum í peningabréfum bankans er hér til umræðu. Fólk geymdi sparnað sinn á þessum reikningum, oftast skv. ráðleggingum starfsmanna bankans og átti að sjálfsögðu að fá eign sína 100 % til baka, eins og aðrir innistæðueigendur enda var því sagt að þessir reikningar væru án áhættu. Og  það sem meira er, innistæður á hefðbundnari bankareikningum voru ekki tryggðar nema sem svaraði 20.000 EUR, þ.e. fram að setningu neyðarlaganna sem mismunuðu innistæðueigendum. Hvað átti fólk að gera sem átti meira?

Peningabréfin voru ekkert annað en ICESAVE á Íslandi. Nákvæmlega sama dæmið, stofnað til af sömu ástæðu (fjárþörf Landsbankans) og síðan sukkað með, án þess að FME, ríkisstjórn og Alþingi tækju í taumana til verndar íslenskum almenningi sem grunlaus treysti bankanum sínum og geymdi ævisparnaðinn á þessum reikningum. Það er rangt að stilla þeim Íslendingum sem áttu sparnað upp sem fjármagnseigendum og öðrum Íslendingum sem almenningi. Það var íslenskur almenningur, ekki síst eldra fólk sem tapaði sparnaði sínum í peningabréfum Landsbankans. Þið eigið að skammast ykkar sem haldið öðru fram og hafið ekki samúð með fólki sem sýndi ráðdeildarsemi og ástundaði sparnað í áratugi. Það eina sem þetta fólk gerði rangt var að treysta bankanum sínum og orðum starfsmanna hans. Á bara að hjálpa þeim sem skulda, ekki þeim sem spara? Hvaða réttlæti er í því?

Það er verið að hjálpa fólki sem tók lán sem hafa hækkað vegna hruns ISK. Það er gott og blessað, en í þeim hópi er fólk sem missti sig í eyðslu í hinu svo kallaða góðæri, keypti betri bíla en það átti fyrir, stærri húseign en það í raun þurfti og hafði efni á. Á sama tíma er ekkert gert fyrir hinn þögla meirihluta, sem minnkaði við sig húsnæði og/eða færði ævisparnaðinn eftir 30-40 ára strit í peningabréf Landbankans.

Perningabréf Landbankans voru ekki kynnt sem hlutabréf eða fjárfesting, heldur sem fjárvarsla, ein tegund sparnaðar. Fólk sem keypti hlutabréf í fyrirtækjum, þar með talið bönkunum, veit að hlutabréf eru áhættusöm fjárfesting. Almenningur sem geymdi sparifé sitt á peningabréfareikningum a.m.k. Landsbankans vissi ekki annað en að sparnaður þess væri 100 % tryggur á þessum reikningum.
Á að refsa fólki fyrir að ástunda sparnað og eiga e-ð sparifé inni á bankareikningum?


mbl.is Of hátt mat á virði bréfa í peningamarkaðssjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

Sum fjárfestingarform fela í sér mikla áhættu og mikla von um vexti. Önnur fela í sér litla áhættu og litla vexti. Er rétt að láta skattgreiðendur borga brúsann þegar þeir sem taka mikla áhættu í von um mikla vexti tapa á sínu glæfraspili? Ekki held ég það.

Þar að auki vil ég benda þér á að þessi bréf eru á engan hátt sambærileg við innistæðu á bankareikningi. 

Vonandi verður þessi holskefla til þess að fólk fari að skilja grundvallatriði í fjármálum og hætti að fara að ráðum  hákarla sem setja sinn haga og hag síns fyrirtækis ofar hag hins einstaka viðskiptavinar.

"oftast skv. ráðleggingum starfsmanna bankans"...

Hörður Þórðarson, 4.10.2009 kl. 10:09

2 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér, nafni. Kynning Landsbankans á peningabréfum og skilningur almennings fór saman að þarna væri um örugga fjárvörslu að ræða, ekki áhættusama fjárfestingu. Ég er með undir höndum tölvubréf frá Landsbankanum þar sem það er staðhæft að "peningabréfin eru langvinsælasti sparireikningur bankans, því hann ber góða vexti, enga áhættu og er alltaf laus". Fólk er almennt ekki sérfræðingar í fjármálum og verður að geta treyst ráðleggingum síns viðskiptabanka, ekki síst þegar þær eru jafn afdráttarlausar og í þessu tilfelli.

Hörður Hilmarsson, 4.10.2009 kl. 10:23

3 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Ég er alveg sammála Herði, fólk var beitt blekkingum, og þá er komið að öðru. Fjármálaeftirlitið er rekið með fé frá viðskyptavinum bankanna, og á að gæta þess að bankarnir fari að settum leikreglum og fari að þeirri fjárfestingarstefnu sem hver sjóður hefur sett sér samkvæmt lögum. Viku fyrir hrunið gaf fjármálaeftirlitið vottorð um að allt væri í stakasta lagi hjá sjóðunum,. annað kom á daginn. Markaðssetningin var villandi þar sem lofað var 100% tryggingu, sömuleiðis var ólöglegt að láta skólakrakka fá aðgang að öllum bankainnistæðum til að þau gæti hringt út í eldriborgara, og fengið þá til að færa peningana sína inn á Peningamarkaðssjóðina með gylliboðum. Sóðast en ekki síst voru allar reglur þverbrotnar í útlánum. T.d. Voru eigendur Landsbankanns og félög tengtd þeim með yfir fimmtíu prósennt lán úr peningamarkaðssjóði Landsbannkans sem er ÓLÖGLEGT. Ríkið er eigandi og ábyrgðaraðili að fjármálaeftirlitinu, og er því bótaskyllt fyrir vanrækslu þess.

Ómar Sigurðsson, 4.10.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 39950

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband