Fęrsluflokkur: Feršalög

15 įra afmęli ĶT ferša; flottur bęklingur og nż heimasķša

Ég tók mér gott frķ frį hefšbundnu bloggi, en hef veriš žeim mun aktķvari į Facebook sem er įgętur samskiptavefur og góš leiš til aš halda sambandi viš ęttingja og vini. Fb gefur einnig tękifęri til aš kommentera į margt žaš sem ķ gangi er ķ samfélagi voru og skrifa hugleišingar um żmis mįl, allt eša ekkert.
           Į nżbyrjušu įri er starfiš ofarlega ķ huga. Fyrirtęki fjölskyldunnar, ĶT feršir varš 15 įra s.l. haust og um leiš hélt ég upp į 25 įra afmęli ķ feršažjónustu į Ķslandi. Aš venju gefa ĶT feršir śt įrsbękling žar sem feršaframboš feršaskrifstofunnar er kynnt. 2012 bęklingurinn er venju fremur glęsilegur og į hönnušurinn Einar Pįlmi Įrnason žar stęrstan hlut aš mįli. Hafi hann mikla žökk fyrir. Kortéri fyrir įramót fór ķ loftiš nż heimasķša ĶT ferša, www.itferdir.is žremur mįnušum į eftir įętlun, en "betra er seint en skömmu sķšar" eins og kerlingin sagši.
Viš starfsmenn ĶT ferša erum stolt af bęklingnum, heimasķšunni og ekki sķst afar metnašarfullum göngu-, sögu- og menningarferšum sem viš bjóšum upp į 2012. Žį er hafiš samstarf viš įhugasama ašila um sölu golfferša til Spįnar žar sem viš bjóšum upp į tvö afar flott 5 stjörnu golfhótel į 4ra stjörnu verši. Ķžróttaferšir eru sem fyrr kjarninn ķ starfsemi fyrirtękisins og žótt boltaferšum til Englands hafi fękkaš eru fótboltaferšir knattspyrnuliša sem og ęfinga- og keppnisferšir handbolta- og körfuboltališa um 50% af starfseminni. Loks er aukin įherslu lögš į móttöku erlendra feršamanna til Ķslands og viljum viš meš žvķ leggja hönd į plóginn til žeirrar gjaldeyrisöflunar sem svo mikilvęg er žjóšarbśinu į žeim višsjįrveršu tķmum sem viš lifum žessi misserin.
Megi nżbyrjaš įr verša frišsęlt og gott, landi og lżš til heilla. - Nei, ég er ekki į leišinni ķ forsetaframboš (en tek žó į móti įskorunum).
Įr og frišur / Höršur Hilmarsson


Flottur !

Hann er flottur fręndi minn og göngugarpurinn Sęmundur Žór Siguršsson. Hann hefur vęntanlega erft göngugeniš og og śtivistaržörfina frį móšur sinni, Hjördķsi Hilmarsdóttur, umsjónarmanni gönguferša hjį ĶT feršum.

Mér skilst aš Sęmi muni fljótlega eftir heimkomu verša meš myndasżningu śr feršinni og kynningu į göngu- og ęvintżraferš(um) į vegum ĶT ferša.

Nįnar į heimasķšu Sęma, http://saemi.123.is/ og į www.itferdir.is
mbl.is Į toppi Vesturheims
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

Newcastle

Er į heimleiš śr vinnuferš til Newcastle og N-A Englands. Svęšiš kom skemmtilega į óvart og veršur spennandi aš bjóša feršir žangaš žegar įstandiš lagast. Žaš er mikiš hęgt aš sjį og gera; kśltśr, ganga, hjólaferšir, verslun, nęturlķf, fótbolti. golf, vešreišar og margt fleira. Og svo er fólkiš almennt vingjarnlegt og hjįlpsamt.

Meš kvešju

Höršur


Hótel Rangį er flottur stašur

Bauš konunni ķ óvissuferš um helgina. Sló tvęr flugur ķ einu höggi og heimsótti Hótel Rangį sem ég įtti eftir aš skoša til aš athuga hvort viš getum nżtt hóteliš fyrir erlenda gesti ĶT ferša - IT Travel. Hóteliš er glęsilegt og gaman aš žaš skuli vera til 4ra stjörnu hótel "śti ķ sveit", en samt ķ ašeins rśmlega klukkutķma akstursfjarlęgš frį Stór-Kópavogssvęšinu (!). Viš boršušum į hótelinu og fyrir valinu varš 4ra rétta samsettur matsešill sem reyndist vera einhver albesta mįltķš sem viš höfum lengi fengiš ..... og erum viš žó góšu vön. Žaš er ljóst aš Frišrik Pįlsson, Björn Eriksson hótelstjóri og žeirra fólk kann vel til verka, žvķ allur pakkinn, gisting, matur og žjónusta svķnvirkaši. Žaš veršur enginn svikinn af heimsókn eša dvöl į Hótel Rangį hvort sem tilgangur er fundur utan erils höfušborgarsvęšisins, afmęli, brśškaup eša annaš.
Gef stašnum mķn bestu mešmęli og hlakka til aš koma aftur.
Takk fyrir okkur.

Höršur Hilmarsson og frś


Liverpool leynir į sér

Var ķ Liverpool um fyrri helgi. Sambland af "business and pleasure" eins og stundum vill verša.
Var bošiš ķ brśškaupspartż fyrsta kvöldiš meš Eddy Jennings, vini og fyrrum samstarfsmanni ķ tengslum viš Liverpool-mótiš sem ĶT feršir hafa umboš fyrir. Žaš var gaman aš upplifa enska brśškaupsveislu, en žetta var reyndar ekki ašal veislan. Hśn var haldin ķ New York žremur vikum fyrr.
Laugardagurinn fór allur ķ stórleik Liverpool og Manchester United. Mķnir menn unnu loksins heimaleik gegn Man. Utd., ķ blķšskaparvešri aš višstöddu fjölmenni, svo dagurinn var allur hinn įgętasti. Hitti eftir leikinn kollega sem vilja samstarf; žeir bjóša "hospitality pakka" į heimaleiki Liverpool, miša į mjög góšum staš, mat fyrir eša eftir leik og samveru meš gömlum stjörnum Liverpool FC. John Aldridge var sį sem "messaši" yfir mannskapnum eftir žennan leik og svaraši fyrirspurnum.
Į sunnudegi fór ég ķ heimsókn til Ian Ross, fyrrum žjįlfara Vals, KR og Keflavķkur, en Roscoe og frś  Rona bśa įsamt "boxernum" George ķ Skelmersdale, um 30 mķn. fyrir noršan Liverpool. Alltaf gaman aš hitta Roscoe og fjölskyldu, rifja upp gamla tķma og borša góšan mat meš tilheyrandi.

Liverpool borg er aš breytast. Miklum fjįrmunum hefur veriš variš ķ uppbyggingu mišborgarinnar (ekki veitti af), bęši ķ tilefni 800 afmęlis borgarinnar ķ fyrra og svo er Liverpool Menningarborg Evrópu 2008. Nįši aš versla smįvegis į mįnudegi fyrir heimflug, einkum naušsynlegar flķkur fyrir golfiš, žvķ žótt golfvertķšinni sé aš mestu lokiš, žį kemur sumar eftir žetta sem er aš kvešja meš rigningu og roki.

Žetta var fķn ferš og ég hlakka til žeirrar nęstu į žessar slóšir, hvort heldur žaš veršur til Liverpool eša Manchester sem er einnig prżšileg borg heim aš sękja ķ helgarferš.


Lélegt į Laugardalsvelli

Mišvikudaginn 10. sept. s.l. fylltu 10.000 Ķslendingar og Skotar žjóšarleikvanginn ķ Laugardal vegna landsleikjar Ķslands og Skotlands ķ undankeppni HM 2010. Leikurinn sem slķkur var įgętur, okkar menn léku į köflum vel og įttu skiliš a.m.k. eitt stig śt śr višureigninni.
En žaš er ekki leikurinn sem slķkur sem eftir situr ķ minningunni, heldur hnökrar į framkvęmd leikjarins eša öllu heldur móttöku įhorfenda. Ég keypti miša į Netinu fyrir sjįlfan mig og starfsfólk ĶT ferša o.fl. sem ég įkvaš aš bjóša į leikinn. Viš kaupin kom fram aš hęgt vęri aš nįlgast miša ķ verslunum Skķfunnar, gegn framvķsun śtprentašrar kvittunar fyrir višskiptunum. Žaš reyndist ekki rétt. Žį var hringt ķ KSĶ sem svaraši žvķ til aš nóg vęri aš prenta śt mišana ķ eigin tölvu. Žaš var gert. Žegar komiš var aš "nżju" ("blįu") stśkunni var okkur og öšrum sem voru meš sams konar śtprentanir vķsaš "hinum megin", į ašalinngang vallarins vegna žess aš ekki vęru skannar žarna megin til aš lesa mišana. Viš ašalinnganginn var fleiri žśsund manna röš og ašeins afgreitt inn um žrennar dyr eša hliš. Žótt fólk hafi mętt į völlinn 30 mķn. fyrir leik komust margir ekki ķ sęti sķn fyrr en 20 mķn. eftir aš leikur hófst.
Žessi framkvęmd var KSĶ ekki bošleg og er naušsynlegt aš komiš verši ķ veg fyrir aš e-š žessu lķkt endurtaki sig.

Meš knattspyrnukvešju

Höršur Hilmarsson


Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Des. 2017
S M Ž M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (17.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 1
  • Frį upphafi: 39200

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband