Hugsað upphátt

Í gærkvöldi skrapp ég í Hafnarfjörð ásamt vini mínum og fyrrum samkennara, Matthíasi Kristiansen, þýðanda. Erindið var að hitta fyrrum nemendur okkar við Öldutúnsskóla sem voru að fagna því að 20 ár eru liðin síðan þau útskrifuðust úr skólanum. Það var afar skemmtilegt að hitta yfir 30 fyrrum nemendur og sjá hve lítið margir þeirra hafa breyst. Eins og gjarnan er gert á samkomum sem þessum  kynntu sig allir með nokkrum orðum, sögðu frá starfi/námi, fjölskylduhögum, fjölda barna og skylda var að nefna skóstærð í "sjálfskynningunni". Ég rifjaði upp að við svipað tilefni, reyndar 5 eða 10 ára "reunion" fyrir allmörgum árum, sagðist ein ung kona vera "bara húsmóðir", eftir að hafa hlýtt á fyrrum skólasystkini segja frá námi í læknisfærði, lögfræði o.fl. Þá barði ég í boðið og sagðist ekki hafa kennt henni nægilega vel, því það sé ekkert sem heitir "bara húsmóðir", ekki frekar en "bara" eitthvað annað. Ef þú ert húsmóðir, vertu þá besta húsmóðir sem þú getur verið. Það hefur lengi verið skoðun mín að fólk eigi umfram allt að leggja sig fram í hverju því námi eða starfi sem það sinnir. Það sé lykillinn að árangri í lífinu og um leið lífshamingjunni. Nú er ég ekki svo viss. Bara það að þurfa alltaf að leggja sig 100 % fram í öllu, getur verið of mikil pressa fyrir suma. Er ekki mikilvægara að vera sáttur við sjálfan sig og sína? Felst ekki lífshamingjan einmitt í því að hafa "peace of mind"?
Eigið ánægjulegan vetur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 39941

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband