Klúður !

Það er með ólíkindum að annað eins klúður skuli geta gerst árið 2008 og varð í sambandi við skráningu á gulu spjaldi FH-ingsins Dennis Siim. Leikmaðurinn átti með réttu að vera í leikbanni í stórleiknum skemmtilega um helgina, þegar FH vann Keflavík sanngjarnt 3-2, en klúður á skrifstofu KSÍ varð þess valdandi að mál DS var ekki tekið fyrir á fundi aganefndar KSÍ í síðustu viku. Hann lék því gegn Keflavík í "úrslitaleik" mótsins, má einnig leika á morgun, miðvikudag gegn góðu liði Breiðabliks, en tekur út leikbann í lokaleiknum gegn Fylki á laugardaginn. - Með fullri virðingu fyrir Fylki, þá eru Keflavík og Breiðablik klárlega mun sterkari andstæðingar. Þannig nýtur FH, án þess að hafa nokkuð til þess unnið eða gert, mistaka sem urðu á skrifstofu KSÍ. Ég hef þó ekki séð eða heyrt KSÍ taka af allan vafa um hvað gerðist og hvar mistökin liggi."Skýrslurnar eru forskrifaðar af félögunum og farið svo yfir þær hjá KSÍ. Þau mistök voru gerð að spjaldið sem var í leikskýrslunni hjá dómaranum var ekki skráð í gagnagrunninn." segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Þetta segir ekki alla söguna og opnar m.a.s. fyrir hugleiðingar um að FH hafi gert mistök við "forskrifun" leikskýrslunnar og starfsmenn KSÍ tekið hana sem rétta.
Ég er hræddur um að vinir mínir í forsvari knattspyrnudeildar FH vilji ógjarnan liggja undir ámæli um að skila frá sér ranglega útfylltri skýrslu (óvart eða viljandi) sem hafi áhrif á það í hvaða leik leikmaður þeirra tekur út leikbann. Mannleg mistök geta alltaf átt sér stað, en skrifstofa KSÍ er bæði það tæknivædd og vel mönnuð að það á að vera hægt að fyrirbyggja klúður sem þetta. Og að sjálfsögðu á KSÍ að taka af allan vafa um að mistökin séu alfarið  skrifstofu KSÍ, en ekki kd. FH.

Með knattspyrnukveðju

Hörður Hilmarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband