Takk fyrir mig og mína!

Það er flest satt og rétt í þessu áramótaávarpi Ólafs bæjarstjóra á Seyðisfirði.
Til viðbótar vil ég sjá meiri og betri vinnu stjórnvalda við að velja og hafna þeim kröfum sem til íslenska ríkisins eru gerðar vegna hruns "íslenskra" banka erlendis. - Vildu þeir ekki vera alþjóðlegir og er þá ekki rétt að segja alþjóðlegra banka? -

Hvaða sanngirni er í því að almenningi á Íslandi sé gert að borga erlendar skuldir gráðugra bankamanna? Ekki hefði þessi sami almenningur fengið sambærilegan hlut í hagnaði ef betur hefði tekist til!

Það er með óbragð í munni sem ég þakka hinum gráðugu bankamönnum og vanmáttugu stjórnvöldum sem hér hafa ríkt (og þá er enginn undanskilinn; FME, Seðlabankinn, ríkisstjórnin, Alþingismenn) fyrir skuldir þær sem ég og börnin mín hafa verið dæmd til að greiða og það án þess að nokkur réttarhöld hafi farið fram. Ég tel okkur saklaus af þeim gæp sem framinn var og annarra að hreinsa upp skítinn eftir sig, áður en seilst er í tóma vasa íslensks almennings.

Takk fyrir mig og mína ..... eða þannig!

Hörður Hilmarsson


mbl.is Ekki borga skuldir bankahrunsins segir bæjarstjórinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 39943

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband