"Glöggt er gests augað"

"Glöggt er gests augað" segir máltækið og það kom enn einu sinni í ljós í ræðu Roberts Wade á borgarafundi í Háskólabíó s.l. mánudag.

Meðal ummæla RW:
"Í stað þess fóru bankarnir á smásölumarkað með fé, með því að opna Icesave netreikninga og reikninga Singer and Friedlander. Þeir hófu að soga til sín sparifé með því að bjóða breskum, hollenskum og þýskum sparifjáreigendum ögn hærri innlánsvexti en þeir fengu frá sínum eigin bönkum."

"Hver ætti að bera ábyrgðina á því sem gerðist á Íslandi?
Í fyrsta lagi stuðluðu bankamennirnir og bankaráðin að því með virkum hætti að hagkerfið var keyrt fram af bjargbrún. Nú er ljóst að þeir notuðu bankana sem sína eigin sparibauka og brutu grundvallarreglur heilbrigðrar bankastarfsemi í þágu eigin viðskiptahagsmuna.
Tæknin sem þeir notuðu til að búa til „falskar" eignir með sviksamlegum færslum á milli banka og tengdra fjárfestingarfyrirtækja er nú vel þekkt. Sömuleiðis sú sviksamlega tækni sem þeir notuðu til að fá sparifjáreigendur til að færa inneignir sínar í peningamarkaðssjóði sem tengd fjárfestingarfyrirtæki stjórnuðu." 

Þetta er mergurinn málsins:
IceSave reikningarnir voru ákveðnir á einum fundi Landsbankans, peningabréfin á öðrum (eða sama fundi, það breytir engu).
Annars vegar var ákveðin leið til að seilast í vasa erlendra sparifjáreigenda, hins vegar í vasa íslenskra. Nú hefur verið ákveðið að endurgreiða erlendum sparifjáreigendum inneign sína, en hvað með íslenska innistæðueigendur sem töpuðu 1/3 af sparnaði sínum?

Hvar var FME, hvar voru stjórnvöld, hvar voru þingmenn???
Og hvað ætla þessir aðilar að gera nú þegar sukkið hefur verið opinberað?

Hörður Hilmarsson
 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 39944

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband