Skammist ykkar !

Það er mjög slæmt þegar fólk úttalar sig um hluti án þess að hafa kynnt sér þá til hlítar. Svo er því miður um marga sem tjá sig um þessa frétt.
Ég hvet fólk til að skoða mynd sem fylgir með frétt Morgunblaðisins og Mbl.is af fundi Réttlætis.is í gærkvöldi. Eru þetta fjárglæframenn, áhættusækið fólk sem vildi sem hæstu ávöxtun á sparnað sinn, slysabætur, örorkubætur eða annað?
Meðalaldur fundargesta í gærkvöldi var klárlega vel yfir 60 ár og þó nokkrir gesti voru um og yfir áttrætt. Mikið af þessu fólki hafði á langri starfsævi náð að safna saman 3-5 milljónum króna, með sparsemi og ráðdeildarsemi. Landbankinn beitti siðlausum og ólöglegum aðferðum við að komast í fjármuni þessa fólks og hreinlega stal af því 1/3 hluta sparnaðarins.
Aldrað fólk er ekki frekar en flest okkar sérfræðingar í fjármálum. Það þarf því að treysta upplýsingum sem það fær frá bankanum sínum. Flestir þeirra þúsunda sem áttu innistæður á peningabréfareikningum Landsbankans voru plataðir til að færa fjármuni sína þangað á þeirri forsendu að það væri öruggasta og besta fjárvarslan. Þetta var ekki fjárfesting heldur fjárvarsla almennings, þar með talið fólks sem hefur alla ævi búið við fátækt, en samt tekist að nurla saman nokkrum krónum til að létta sér ævikvöldið.
Þið sem hafnið því að þetta fólk nái sínum fjármunum til baka eruð litlu betri en þeir sem bera ábyrgð á að þetta gerðist, stjórnendur og stærstu eigendur Landsbankans, Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórnin og alþingismenn.
Það er til háborinnar skammar fyrir íslenskt samfélag að þakka fólki fyrir ævistarfið með því að stela af því 1/3 hluta sparnaðar þess!

Hörður Hilmarsson


mbl.is Fjölmenni með réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Þú svarar ekki því hver sé borgunarmaður fyrir þessum peningum. Það er auðvitað almenningur og tómur ríkissjóður. Hvernig er hægt að réttlæta það að ég og 99, 99 prósent íslensks almennings sem eru alsaklausir af þessu máli borgi undir þá sem létu gabba sig með hærri sköttum og dýrari velferðarþjónustu. Fátækt fólk hefur yfirleitt ekki efni á að leggja fyrir. Örorku- og minnstu lífeyrisgreiðslur duga ekki fyrir aukasparnaði. Ég sá myndir af þessu fólki í sjónvarpinu. Auðvitað eru einhverjir fátæklingar þarna innan um sem hafa aldrei verið efnaðir og eru núna í slæmri stöðu. Ég tel samt að meirihluti þeirra sem keyptu þessi peningabréf sé fremur efnað fólk. 

Hvaða réttlæti felst í því að taka peninga frá saklausu ungu fólki, saklausum íslenskum almenningi sem á allt lífið framundan til að borga fólki á aldrinum 70 til 100 ára sem hefur um tíu ára lífslíkur? Þetta fólk ætti frekar að vera umhugað um að láta ekki slíkar kröfur bitna á afkomendum sínum.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 23.1.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Árni:
Þetta er alrangt hjá þér. Það hefur komið fram að um 11.000 ellilífeyrisþegar hafi átt fjármuni (sparnað) í Peningamarkaðssjóðum bankanna. Eru þeir ekki partur af íslenskum almenningi? Hvaðan koma þá 99.9 %?
Hluti þeirra sem tapaði 1/3 hluta sparnaðar síns, skuldar í Nýja Landsbankanum, en NBI tók yfir allar skuldir fólks og fyrirtækja úr gamla bankanum og einnig flestar innistæður, þó ekki allar. Eftir var skilið 31.2 % af innistæðum í peningabréfum.
Gagnvart þeim sem skulda í bankanum er skuldajöfnun bæði eðlileg og sjálfsögð lausn. Aðrar lausnir sem nefndar hafa verið eru t.d. hlutabréf í NBI á móti því sem tapaðist (þ.e. höfuðstól) eins og erlendir kröfuhafar fara fram á. Einnig hefur verið nefnt sem lausn inneign á reikningi í NBI sem bundinn yrði til 3-5 ára. Fleiri leiðir eru færar, en á þessu stigi er ekki rétt að nefna þá sem hugnast okkur best og kemur alls ekki við kaunin á "saklausu ungu fólki, saklausum íslenskum almenningi". Við erum á leið í dómsmál og það er ekki rétt að gefa mótaðilanum of miklar upplýsingar fyrirfram.

Að lokum: Sumt fólk eignast aldrei sparnað vegna þess að það er eyðslusamt. Aðrir vegna þess að þeir eiga í vandræðum með að framfleyta sér og sínum á þeim launum sem þeir fá og sumir vegna sjúkdóma. Ég finn til með því fólki, en ekki eyðsluseggjunum. En á að refsa þeim sem sýnt hafa sparsemi og ráðdeildarsemi, umfram aðra í samfélaginu? Er ekki nóg að við berum eins og aðrir allar þær byrðar sem á okkur verða lagðar vegna sukks bankamanna og eftirlitsleysis stjórnvalda? Þarf líka að stela af okkur stórum hluta sparnaðar okkar?

Með kveðju

Hörður

Hörður Hilmarsson, 23.1.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 39941

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband