Ingi Björn er maður fólksins

Ég styð Inga Björn Albertsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Get því miður ekki stutt hann með atkvæði mínu, því ég bý í Kópavogi, en vona að sem flestir þátttakendur í prófkjörinu setji Inga  í 2.-5. sæti. Ingi Björn er vandaður og heiðarlegur maður með heilbrigða skynsemi og slíkir menn eiga fullt erindi á Alþingi okkar Íslendinga. Það er krafa í samfélaginu um endurnýjun ("nýliðun") þingmanna og það er gott og blessað, en ég held að það sé ekki farsælt að á Alþingi setjist eingöngu nýtt fólk með enga reynslu af þingstörfum. Ingi Björn á að njóta góðs af því að hafa setið á þingi í 8 ár, fram til 1995 þegar hann dró sig út úr stjórnmálaþátttöku. Nú er hann tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til að byggja hér upp réttlátt samfélag, þar sem gagnsæi ríkir í störfum þings, stjórnar og fjármálastofnana. Vonandi nær hann tilætluðum árangri til að geta haft áhrif á það samfélag sem reist verður á rústum þess sem hrundi.
Ingi Björn er maður að mínu skapi. Hann er maður fólksins.
Með helgarkveðju
HH


mbl.is Líflegasta prófkjörshelgin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 39954

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband