Það að skila auðu er afstaða!

Ég skil þá vel sem hyggjast skila auðu í Alþingiskosningunum á laugardaginn.
Ábyrgð á bankahruninu er ekki bara bankastjórnenda og -eigenda, Seðlabankans og FME, heldur bera stjórnvöld síðustu ára og alþingismenn einnig mikla ábyrgð, hvort sem þessir aðilar viðurkenna það eða ekki.

Það að skila auðu í kosningunum met ég sem óánægju með þá valkosti sem eru í boði, bæði gömlu flokkana og nýju framboðin. Ef kjósanda hugnast enginn þeirra flokka og hreyfinga sem í framboði eru, af hverju á hann þá að kjósa þann sem honum finnst minnst slæmur?
Nei, autt atkvæði er afstaða og því miður vel skiljanleg í ljósi atburða s.l. ára og heldur dapurra, nýrra valkosta.


mbl.is Fleiri munu skila auðu og strika yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Frá mínum sjónarhóli þýðir það að skila auðu að viðkomandi vilji láta aðra um að taka afstöðu fyrir sig.

Það skiptir ekki máli þótt allir valkostirnir séu slæmir....það er þá betra að kjósa þann illskásta.

Púkinn, 24.4.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Ég áskil mér þann rétt að vera ósammála athugasemd "púkans".
Ég hef aldrei viljað láta "aðra taka afstöðu fyrir mig" og ég vil alls ekki láta þá aðila, flokka og hreyfingar, sem nú bjóða fram ákveða fyrir mig hvað á að gera í þeim fjölmörgu vandamálum sem við blasa. - Ég treysti þeim ekki! 
Það er kominn tími til að losa land og þjóð við það flokksræði sem verið hefur við lýði hér frá stofnun lýðveldis og koma á raunverulegu lýðræði. Fyrsta skrefið er að kjósendur geti valið þvert á flokka og hreyfingar það fólk sem það treystir best til að sitja á Alþingi, þ.e. af þeim sem gefa kost á sér.
Ég ítreka að ég tel það skiljanlega afstöðu að skila auðu og í raun betri en að styðja þá valkosti sem í boði eru. Vildi að svo væri ekki, en svona er þetta samt.

Hörður Hilmarsson, 24.4.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 39942

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband