Færsluflokkur: Tónlist

Frábærir tónleikar Stefáns Hilmarssonar

Ég fór á föstudagskvöldið á tónleika Stefáns Hilmarssonar, bæjarlistamanns Kópavogs, sem haldnir voru í Salnum. Stefán kom fram með mjög þéttu "bandi", auk þess sem Eyvi Kristjáns. leit inn og söng Nínu með bæjarlistamanninum og 16 ára sonur Stefáns lék á trommur í nokkrum lögum.

Þetta voru fínir tónleikar fyrir troðfullu húsi; söngvarinn í fínu formi og sagði sögur af tilurð laganna og öðru skemmtilegu inn á milli. Þótt Stebbi Hilmars. hafi um langt skeið verið afar vinsæll er ég ekki viss um að hann hafi alltaf notið sannmælis sem listamaður. Rödd hans hefur bara batnað með árunum og túlkun hans og tækni er í sérflokki. Þá hefur Stefán komið að samningu fjölmargra virkilega góðra laga, oftast með fallegum textum.

Tónleikarnir verða endurteknir enda varð uppselt nánast áður en farið var að auglýsa þá.
Hef ég heyrt að Stefán endurtaki leikinn 15. maí n.k. og hvet ég unnendur góðrar tónlistar til að missa ekki af frábærum tónleikum eins allra besta söngvara Íslands síðustu 20 árin.

Sunnudagskveðja


Hvíl í friði

Rúni Júl. var stór maður með mikla sál og sérstakt tungutak. Einstakt eðalmenni. Hans verður sárt saknað og hans skarð aldrei fyllt.

Kæra María: Innilegar samúðarkveðjur til þín og fjölskyldunnar allrar. Guð blessi ykkur!

Háa skilur hnetti,
himingeimur
blað skilur bakka og egg,
en anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið
                    (Jónas Hallgrímsson)

Með virðingu

Hörður Hilmarsson


mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband