Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Heimsókn til Madrid

Er í heimsókn hjá elstu dótturinni, Bryndísi, sem býr í Madrid ásamt Fran, mannsefni sínu. Thau búa heima hjá foreldrum Fran í Pozuelo, útborg Madrid. Unga parid aetlar ad gifta sig 21. ágúst 2009, í Madrid, og vid fórum í gaer ad skoda kastalann thar sem baedi athoefnin og veislan fara fram. Thetta verdur stórglaesilegt, eins og haefir thessu glaesilega og vel gerda unga fólki. Ég gaeti ekki verdi heppnari med fyrsta tengdasoninn og foreldrar Fran, Isabel og Francisco Muñoz, gaetu ekki fengid betri né fallegri tengdadóttur.

Gódar kvedjur

Hoerdur


Kósý-kvöld

Að tillögu yngstu dótturinnar, Birnu, var kósý kvöld í gær, föstudag. Leigður diskur,  ís, snakk og gos keypt... allur pakkinn. Við hjónin, báðar stelpurnar sem heima búa, Sara M. og Birna Ósk og Rakel, vinkona Söru. Það stóð til að sjá "Djöflaeyjuna" en Birna er að lesa bókina í skólanum. Hún fannst ekki á þremur leigum svo það varð amerískt léttmeti í staðinn, What Happens in Vegas (stays in New York, viðbót HH) með Cameron Diaz og Ashton Kutcher (af amerísku krúttkynslóðinni); ágætis vitleysa sem hentaði tilefninu vel.

Þetta var góður endir á vinnuvikunni og þarft framtak hjá Birnu að efna til fjölskyldukvölds. Það er aldrei of mikið af slíku.

HH


Bílpróf, brúðkaup og bóklestur

Það er helst af dætrunum að frétta að Bryndís ætlar að gifta sig næsta sumar, Sara tók bílpróf og er kominn með ökuskírteini og Birna Ósk hefur byrjað skólaárið vel, en var reyndar veik heima nánast alla síðustu viku. Góðar og fallegar stúlkur allar þrjár og ég veit vel hvaðan þær hafa það.

3 beauties


Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband