Færsluflokkur: Lífstíll

15 ára afmæli ÍT ferða; flottur bæklingur og ný heimasíða

Ég tók mér gott frí frá hefðbundnu bloggi, en hef verið þeim mun aktívari á Facebook sem er ágætur samskiptavefur og góð leið til að halda sambandi við ættingja og vini. Fb gefur einnig tækifæri til að kommentera á margt það sem í gangi er í samfélagi voru og skrifa hugleiðingar um ýmis mál, allt eða ekkert.
           Á nýbyrjuðu ári er starfið ofarlega í huga. Fyrirtæki fjölskyldunnar, ÍT ferðir varð 15 ára s.l. haust og um leið hélt ég upp á 25 ára afmæli í ferðaþjónustu á Íslandi. Að venju gefa ÍT ferðir út ársbækling þar sem ferðaframboð ferðaskrifstofunnar er kynnt. 2012 bæklingurinn er venju fremur glæsilegur og á hönnuðurinn Einar Pálmi Árnason þar stærstan hlut að máli. Hafi hann mikla þökk fyrir. Kortéri fyrir áramót fór í loftið ný heimasíða ÍT ferða, www.itferdir.is þremur mánuðum á eftir áætlun, en "betra er seint en skömmu síðar" eins og kerlingin sagði.
Við starfsmenn ÍT ferða erum stolt af bæklingnum, heimasíðunni og ekki síst afar metnaðarfullum göngu-, sögu- og menningarferðum sem við bjóðum upp á 2012. Þá er hafið samstarf við áhugasama aðila um sölu golfferða til Spánar þar sem við bjóðum upp á tvö afar flott 5 stjörnu golfhótel á 4ra stjörnu verði. Íþróttaferðir eru sem fyrr kjarninn í starfsemi fyrirtækisins og þótt boltaferðum til Englands hafi fækkað eru fótboltaferðir knattspyrnuliða sem og æfinga- og keppnisferðir handbolta- og körfuboltaliða um 50% af starfseminni. Loks er aukin áherslu lögð á móttöku erlendra ferðamanna til Íslands og viljum við með því leggja hönd á plóginn til þeirrar gjaldeyrisöflunar sem svo mikilvæg er þjóðarbúinu á þeim viðsjárverðu tímum sem við lifum þessi misserin.
Megi nýbyrjað ár verða friðsælt og gott, landi og lýð til heilla. - Nei, ég er ekki á leiðinni í forsetaframboð (en tek þó á móti áskorunum).
Ár og friður / Hörður Hilmarsson


Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband