Hvað svo ?

Nú þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið birt er spurning hvað gerist næst.
Hvað mun það taka langan tíma þangað til þeir aðilar sem gerðust brotlegir við lög verði sóttir til saka, dæmdir og þeim stungið inn? Maður reynir að kenna börnum sínum heiðarleika og muninn á réttu og röngu. En hvernig á maður að svara þeim þegar þau spyrja eftir að hafa horft á fréttir síðasta sólarhrings af hverju ekki sé búið að setja vissa menn í fangelsi? Þurfa menn að nota kúbein við bankarán til að verða sóttir af lögreglu og stungið inn, á meðan dæmt er í málum þeirra? Fjármálaráðherra sagði brúnaþungur í gær eitthvað á þessa leið: "Rán var það og rán skal það heita". Þetta er náttúrulega rétt hjá manninum, en hvað svo? Ef ég brýst inn í Landsbankann í nótt og ræni þeim krónum sem þar er að finna, ef einhverjar, má ég þá eiga von á því að ég geti leikið mér fyrir afraksturinn í 2-3 ár eða meira, áður en lögreglan bankar upp á og spyr, vonandi kurteislega, hvar ég hafi verið aðfararnótt 14. apríl 2010?
Skýrslan góða er áfellisdómur yfir stofnunum og embættismönnum ríkisins, einkum fyrri ríkisstjórn, Fjármálaeftirliti, Seðlabanka og Alþingi. Aðal brotamennina er þó að finna í bönkunum, í hópi stærstu eigenda og helstu stjórnenda stóru bankanna. Þeirra sem fáru ránshendi um hirslur bankanna og hirtu sparnað þúsunda Íslendinga. Hvar eru þeir fjármunir? - "Follow the money" sagði Eva Joly og það er nákvæmlega það sem þarf að gera. Menn mega ekki komast upp með að ryksuga íslensku bankana, flytja afraksturinn í erlenda banka og njóta glæpsins síðar, þegar um hægist. Er virkilega enginn að vinna í að kyrrsetja allar eignir glæpamannanna og leita uppi hvar þeir földu þýfið? Er svona mikill munur í hugum þeirra sem gæta eiga laga og reglna í landinu, hvort glæpamenn eru með bindi eða kúbein?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband