21.9.2008 | 12:35
Úrslitaleikur þrátt fyrir allt !
Í dag, sunnudaginn 21. sept., fer fram stórleikur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á milli FH og Keflavíkur. Keflvíkingar sem hafa komið skemmtilega á óvart í sumar, sitja verðskuldað í efsta sæti deildarinnar og þurfa aðeins eitt stig í síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitili sinn frá 1973.
En Keflavík má ekki misstíga sig. Tap gegn FH í dag gæti haft í för með sér mikla spennu fram á síðustu mínútu í síðustu umferð Landsbankadeildarinnar sem fram fer n.k. laugardag. Segjum sem svo að FH vinni í dag. Þá eiga þér eftir frestaðan leik gegn Breiðabliki í miðri viku og þótt Blikar hafi á köflum leikið stórskemmtilega á yfirstandandi tímabili, þá er FH-liðið enn betra og á að vinna þann leik. Þá væri komið að spennandi lokaumferð þar sem FH mætir Fylki í Árbænum og Keflavík tekur á móti Fram sem er í harðri baráttu um 3. sætið og er sýnd veiði en alls ekki gefin. Við slíkar aðstæður ræður það meiru hvernig menn höndla spennuna heldur en fótboltaleg geta.
Ég held að Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur og hans menn geri sér vel grein fyrir ofanrituðu og geri allt til þess að forðast það að lenda í taugatrekkjandi viku og enn verri lokadegi deildarinnar. Eitt stig gegn FH í dag er nóg til að tryggja titilinn.
Sem Valsmaður og fyrrum þjálfari úrvalsdeildarfélaganna FH, Breiðabliks og Grindavíkur þá get ég vel unnt Keflvíkingum þess að bera sigur úr býtum í Landsbankadeildinni. Ef þeir standast prófið í dag .... eða á laugardaginn, þá eru þeir verðugir sigurvegarar, en hvernig sem allt fer er Keflavík á ný komið í hóp bestu knattspyrnuliða landsins. TIL HAMINGJU KEFLVÍKINGAR !
Með fótboltakveðju
Hörður Hilmarsson
![]() |
Verður Keflavík Íslandsmeistari í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.