23.9.2008 | 22:12
Liverpool leynir á sér
Var í Liverpool um fyrri helgi. Sambland af "business and pleasure" eins og stundum vill verða.
Var boðið í brúðkaupspartý fyrsta kvöldið með Eddy Jennings, vini og fyrrum samstarfsmanni í tengslum við Liverpool-mótið sem ÍT ferðir hafa umboð fyrir. Það var gaman að upplifa enska brúðkaupsveislu, en þetta var reyndar ekki aðal veislan. Hún var haldin í New York þremur vikum fyrr.
Laugardagurinn fór allur í stórleik Liverpool og Manchester United. Mínir menn unnu loksins heimaleik gegn Man. Utd., í blíðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni, svo dagurinn var allur hinn ágætasti. Hitti eftir leikinn kollega sem vilja samstarf; þeir bjóða "hospitality pakka" á heimaleiki Liverpool, miða á mjög góðum stað, mat fyrir eða eftir leik og samveru með gömlum stjörnum Liverpool FC. John Aldridge var sá sem "messaði" yfir mannskapnum eftir þennan leik og svaraði fyrirspurnum.
Á sunnudegi fór ég í heimsókn til Ian Ross, fyrrum þjálfara Vals, KR og Keflavíkur, en Roscoe og frú Rona búa ásamt "boxernum" George í Skelmersdale, um 30 mín. fyrir norðan Liverpool. Alltaf gaman að hitta Roscoe og fjölskyldu, rifja upp gamla tíma og borða góðan mat með tilheyrandi.
Liverpool borg er að breytast. Miklum fjármunum hefur verið varið í uppbyggingu miðborgarinnar (ekki veitti af), bæði í tilefni 800 afmælis borgarinnar í fyrra og svo er Liverpool Menningarborg Evrópu 2008. Náði að versla smávegis á mánudegi fyrir heimflug, einkum nauðsynlegar flíkur fyrir golfið, því þótt golfvertíðinni sé að mestu lokið, þá kemur sumar eftir þetta sem er að kveðja með rigningu og roki.
Þetta var fín ferð og ég hlakka til þeirrar næstu á þessar slóðir, hvort heldur það verður til Liverpool eða Manchester sem er einnig prýðileg borg heim að sækja í helgarferð.
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.