25.9.2008 | 23:53
Spennan í hámarki
Ég myndi ekki veðja gegn því að FH verði Íslandsmeistari á laugardaginn, jafnvel þótt Keflavík hafi leikið vel í allt sumar, komið liða mest á óvart og verðskuldi titilinn, ef þeir vinna hann. Sama gera FH-ingar sem hafa sýnt mikinn styrk og karakter í síðustu tveimur leikjum, eftir stórtap fyrir Fram. Það er engin tilviljun að þessi tvö félög enda í tveimur efstu sætum Landsbankadeildarinnar. Bæði eru vel mönnuð og hafa sýnt jafnbestu frammistöðuna í sumar. Baráttan um Evrópusæti er einnig hörð, en ég spái að KR vinni Val á Hlíðarenda, FH vinni Fylki í Árbænum með meira en einu marki og Keflavík geri jafntefli heima gegn Fram. Það þýðir FH Íslandsmeistari, Keflavík í öðru, KR í því 3., Fram 4. og Valur 5.
Atli Viðar: Get alveg séð fyrir mér að við hömpum titlinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.