Ótrúlegur endir á skemmtilegu móti

Lokaumferð Landsbankadeildarinnar stóð svo sannarlega undir væntingum. Háspenna a la Hitchcock og FH stóð uppi sem sigurvegari. FH-ingar eru mjög vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir. Þeir eru með besta mannskapinn og leika besta fótboltann þegar leikmenn liðsins eru á pari.
Keflvíkingar eru sjálfsagt mjög svekktir og þeir eiga að vera það. Samt geta þeir borið höfuðið hátt, því þeir áttu fínt sumar og settu óneitanlega mjög skemmtilegan svip á Landsbankadeildina í ár.
Fram átti sömuleiðis mjög gott mót, eftir mörg mögur ár. Önnur félög geta verið misánægð með frammistöðu sinna liða; Fjölnismenn náðu góðum árangri, KR er með mannskap til að vera í einu af þremur efstu sætunum og Valur náði aldrei sama flugi og í fyrra og endaði á eðlilegum stað, miðað við mannskap.
Blikar luku mótinu illa eftir að hafa glatt knattspyrnuunnendur með góðum leik lengst af sumri og vonbrigði sumarsins eru klárlega ÍA,  en ég þekki Skagamenn illa ef þeir koma ekki tvíefldir til leiks næsta sumar og vinna sig strax aftur upp í efstu deild.

Skemmtilegu knattspyrnusumri á Íslandi lýkur á næstu vikum, með bikarúrslitaleik og landsleikjum, en kvennalið Vals og íslenska kvennalandsliðið eiga mikilvæga leiki eftir áður en stelpurnar komast í frí.

Að Landsbankadeildinni lokinni segi ég, takk fyrir mig og hlakka til Íslandsmótsins 2009.

Með knattspyrnukveðju

Hörður Hilmarsson


mbl.is FH-ingar lyfta Íslandsbikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Evert S

Svo er bara að taka bikarin aftur á næsta ári   ÁFRAM FH

Evert S, 27.9.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband