9.10.2008 | 10:25
Maður líttu þér nær !
Ég hef ekki þekkingu á Icesave reikningum Landsbankans í Englandi og Hollandi, en fram hefur komið að "góðar líkur séu á að eignir Landsbankans muni standa undir stærstum hluta innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi."
En hvað með þá sem treystu Landsbankanum á Íslandi fyrir sparifé sínu og/eða varasjóði og keyptu peningabréf skv. ráðleggingum ráðgjafa Landsbankans sem sögðu þau gefa "góða ávöxtun, bæru enga áhættu og væru alltaf laus"???
Á bara að segja sorry við það fólk og fyrirtæki sem slíkum ráðum treystu og horfa nú fram á gjaldþrot, bæði fyrirtækja og heimila?
Vona að þeir sem þessa leið völdu til að geyma sparifé eða varasjóð sitt tímabundið gleymist ekki þegar kemur að því að forgangsraða kröfum í Landsbankann.
Með jákvæðum straumum og baráttukveðjum
Hörður Hilmarsson
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.