Góð frammistaða gegn sterkum mótherjum

0-2 gegn Hollandi á útivelli er ekkert til að skammast sín fyrir. En fótboltaleikir eru ekki bara úrslit þeirra þótt vissulega skipti þau mestu máli þegar upp er staðið.
Frammistaða íslenska landsliðsins í þessum leik var góð. Reyndar vorum við í miklum vandræðum fyrstu 30 mínúturnar eða svo, en eftir það náðu strákarnir prýðilegu spili á köflum og sköpuðu fleiri færi en ég átti von á að sjá.
Leikmenn stóðu sig misjafnlega; Gulli þakkaði fyrir traustið og stóð sig mjög vel, miðverðirnir voru traustir, einkum Kristján Örn sem var bestur Íslendinga. Hermann var einnig góður, en fór út úr stöðu sinni rétt áður en Hollendingar skoruðu 2. markið, sem reyndar átti að dæma af vegna hendi (og jafnvel rangstöðu en eitt leikbrot er nóg). Mér finnst Stefán Gísla flottur miðjumaður, rólegur og yfirvegaður og getur tekið á móti bolta með mann í bakinu, a la Rúnar Kristinsson. Þá var gaman að sjá Brynjar Björn aftur með og hann komst vel frá leiknum. Frammi var Veigar sívinnandi og ógnandi og skilaði sínu hlutverki vel. Aðrir leikmenn voru misgóðir, en allir lögðu sig fram. Eiður Smári er okkar besti leikmaður, en hann reynir of mikið of oft og tapar því boltanum þegar hægt er að spila honum á samherja .... og þá jafnvel fá hann aftur strax. Verð að minnast á einn varamannanna sem er í miklu uppáhaldi þess sem þetta ritar, en það er miðjumaðurinn knái Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Coventry. Þar fer óhemju efnilegur leikmaður sem ég sé leika stórt hlutverk í íslenska landsliðinu næstu 10-15 árin.
Óli Jóh. og Pétur Péturs. mega vera stoltir af liði sínu. Ég hlakka til að sjá strákana gegn Makedónum á miðvikudaginn. Þá vonast ég eftir fyrsta sigrinum í þessari undankeppni.

Áfram ÍSLAND !!!

Hörður Hilmarsson


mbl.is Holland vann Ísland, 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband