14.10.2008 | 09:03
Pólítískt leikrit Gordon Brown
Þetta er kórrétt hjá prófessor Eiríki.
Ég hitti um síðustu helgi ungt, vel menntað og greint fólk sem bjó um tíma í Englandi. Orð þeirra staðfestu það sem ég las í ummæli Gordons Brown um Ísland og íslensk stjórnvöld í síðustu viku.
GB notaði tækifærið til að beina sjónum breskra fjölmiðla og bresks almennings frá vandamálum sem skapast hafa vegna aðgerða eða aðgerðaleysis breskra stjórnvalda á heimavígstöðvum.
Litla Ísland lá vel við höggi og því var sett upp pólitískt leikrit sem Bretar kunna flestum þjóðum betur, enda vel sjóaðir frá orðaskylmingum á breska þinginu, í beinni útsendingu. Við Íslendingar kunnum ekki þennan leik og á tímabili fannst mér sem ég væri að fylgjast með viðureign íslensks utandeildarliðs gegn Chelsea eða Man. Utd.
Það var rangt að grípa ekki strax til varna gegn ofstopa og orðum Gordon Brown, erfiðara að leiðrétta ruglið löngu eftir á þegar mikill skaði er skeður. Það er samt betra seint en aldrei.
Ef aðgengi að breskum fjölmiðlum reynist lítið til að leiðrétta ruglið í Brown, Darling og félögum, þá er ég viss um að andstæðingar þeirra félaga í breskum stjórnmálum, Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn myndu fagna upplýsingum og staðreyndum sem komið geta Brown og Verkamannaflokknum illa. Við eigum ekki að skipta okkur af breskri pólitík, en við eigum að nýta þau meðul og möguleika sem finnast til að leita réttar okkar gagnvart ákvörðun breskra stjórnvalda og aðgerða í síðustu viku.
Baráttukveðjur
Hörður Hilmarsson
Grimmúðlegt og úthugsað auglýsingabragð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.