Viðskiptavinir Landsbanka

Það er skrýtið að heyra allt í einu um og frá Landsvaka.
Ég fullyrði að langflestir sem lögðu sparifé sitt í peningabréf Landsbankans, oft að frumkvæði starfsmanna bankans, hafi talið og telji sig enn hafa verið viðskiptavini Landsbankans. Þessu fólki kemur Landsvaki í raun ekkert við. Landsvaki er innanhúsmál Landsbankans.

Þegar ég leitaði ráðgjafar um fjárvörslu, geymslu varasjóðs fyrirtækis míns, sendu starfsmenn Landsbanka mér upplýsingar um tvo reikninga sem þeir mæltu með, þ.e. vaxtareikning og peningabréf. Það var ekkert minnst á að annar reikningurinn væri undir umsjón Landsvaka og því var eðlilegt að álíta að um tvær sparnaðarleiðir Landsbankans væri að ræða.

Starfsmaður hjá mér hafði fengið sams konar upplýsingar þegar starfsmaður Landsbankans hringdi í hann og sendi síðan upplýsingar um reikninga sem hann mælti með, í stað þeirrar sparnaðarleiðar sem starfsmaður minn var með. Peningabréf eru þar kölluð "langvinsælasti svona sparireikningur bankans". Á grundvelli þessara upplýsinga lét ég millifæra varasjóð fyrirtækis míns og sparnað fjölskyldunnar á peningabréfareikning Landsbankans. Ég heyrði fyrst um Landsvaka eftir hrun Landsbankans og ég veit að svo er um flesta inneignarhafa í peningabréfareikning Landsbankans.

Það er hróplegt óréttlæti að inneign á peningabréfareikningum sé ekki tryggð 100 % á sama hátt og annar sparnaður landsmanna, því upplýsingar starfsmanna Landsbankans og skilningur fólks fór saman að því leyti að um örugga og góða ávöxtunar- og sparnaðarleið væri að ræða.

Hafi Landsbankinn farið illa með það fé sem hann hafði í fjárvörslu, ber hann og eigendur hans, bæði fyrrverandi og núverandi, ábyrgð á því, ekki það fólk og fyrirtæki sem skv. ráðgjöf starfsmanna Landsbankans valdi reikning sem hét peningabréf, í stað reiknings sem kallaðist vaxtareikningur eða sparisjóðsbók eða e-ð annað til að geyma sparnað sinn í.

Stjórnvöld hafa enn tækifæri til að leiðrétta hróplegt óréttlæti áður en yfir þau skellur holskefla lögsókna og annarra aðgerða sem verða tímafrekar og kostnaðarsamar fyrir alla aðila.

Kveðja

Hörður Hilmarsson


mbl.is Yfirlýsing vegna peningabréfasjóðs Landsvaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband