Pistill dagsins

Það er gott að vakna snemma á sunnudegi  og vera fyrir kl. 11 búinn að horfa á heilan fótboltaleik í sjónvarpinu. Ekki síst þegar um er að ræða leik með Barcelona, besta knattspyrnuliði heims um þessar mundir .... að mínu mati. Hvílíkir snillingar og það skiptir engu þótt liðið hafi aðeins náð jafntefli gegn baráttuglöðu liði Real Betis í Sevilla. Eiður "okkar" Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum, en mikið rosalega held ég að hann "fíli" sig vel að æfa og spila (stundum) með Xavi, Iniesta, Messi og öllum hinum frábæru fótboltamönnunum sem eru í leikmannahópi Barcelona CF.

Gærdagurinn var um margt góður. Vetrarhátíð í Reykjavík þessa helgina og Valentínusardagur í gær. Sjálfsögðum skyldum var sinnt um morguninn með heimsókn í blómabúð og bakarí.
Síðdegis skruppum við hjónin í bæinn og leiðin lá m.a. á Austurvöll. Þar var undir kvöldið uppákoma sem nefndist "Kærleikar", samanber Ólympíuleikar. Eftir ágæta samverustund með 2-300 manns við styttu Jóns Sigurðssonar var komið að því að fá sér gott í gogginn. Fyrir valinu varð nýr veitingastaður, PISA í Lækjargötunni, þar sem áður var Litli ljóti andarunginn. Það er skemmst frá því að segja að þessi nýi ítalski restaurant er mjög velkomin viðbót við fjölbreytta flóru matsölustaða í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn smekklegur og hlýr og þjónustan til fyrirmyndar. Maturinn var, eins og lofað hafði verið, ekki bara góður heldur mjög góður og til að kóróna stemninguna, hljómaði yndisleg ítölsk tónlist, mátulega hátt stillt, úr tækjum staðarins. Það er alveg ljóst að við eigum eftir að koma fljótt aftur á þennan stað. Ég mæli með PISA í Lækjargötu 6b.

Nenni ekki að kommentara mikið á bullið í bænum í gærkvöldi. Bál á Lækjartorgi þjónar hvaða tilgangi? Hverjir voru að mótmæla og hverju? Það kom hvergi fram. Geta allir borgarar þessa lands framvegis réttlætt brot sín og mistök, hver svo sem þau eru, með því að þeir hafi verið að mótmæla og þurfi ekkert að útskýra það frekar eða falið sig á bak við þau mistök sem gerð voru í aðdraganda og eftir bankahrunið í október s.l. Það er til fullt af illa innrættu fólki á Íslandi (eins og annars staðar) og ég vara við því að skrílslæti og fylleríisrugl óvandaðra einstaklinga sé í fjölmiðlum samtengt eðlilegum mótmælum við ástandinu í samfélaginu og þeim sem bera ábyrgð á því. Ólæti og ofbeldi er ekki það sama og mótmæli.

Haldið hvíldardaginn heilagan, verið góð við þá sem ykkur þykir vænt um og brosið með hjartanu.

Hörður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband