"Come-back" hjá Inga Birni Albertssyni

Það vekur athygli að sjá á lista yfir þá sem gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrrum þingmanninn Inga Björn Albertsson. Ingi Björn sem á að baki 8 ára setu á Alþingi, hefur verið "í fríi" frá pólitíkinni í 12-14 ár, a.m.k. hvað varðar opinbera þátttöku. Hann var á sínum tíma öflugur þingmaður og ég minnist þess að þingmenn annarra flokka luku á hann lofsorði fyrir dugnað og sanngirni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Inga Birni vegnar í prófkjörinu eftir þrjár vikur, en hann er annálaður keppnismaður, var frábær leikmaður með Val og landsliðinu á sínum tíma og hefur skorað fleiri mörk í efstu deild knattspyrnunnar á Íslandi en nokkur annar. Þá náði Ingi mjög góðum árangri sem þjálfari og gerði Val t.a.m. að bikarmeisturum þrjú ár í röð. En mestu afrek Inga Björns hefur hann unnið utan knattspyrnunnar, á Alþingi og í öðrum störfum sínum, en einkum sem fjölskyldumaður, faðir 6 barna og margfaldur afi, þótt hann sé enn á besta aldri.

Nú er slæmt að vera ekki búsettur í Reykjavík og geta greitt þessum heiðursmanni atkvæði. Sjálfstæðisflokknum veitir ekki af hæfileikaríkum og vönduðum mönnum með reynslu til að endurvinna traust almennings eftir skipbrotið á liðnu hausti.

Kveðja

Hörður


mbl.is Geir gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Hörður: Sammála síðasta ræðumanni, sennilega muna fáir eftir því að Ingi Björn barðist harðast fyrir því að keypt yrði Björgunarþyrla, og að sú þyrla bjargaði fleirum úr lífsháska en nokkuð annað björgunartæki hingað til "TF- LÍf" ef minnið svíkur ekki, og annað til hann hefur sama heiðarleika að leiðarljósi og faðir hans hafði, það sem hann segir stendur. 

Magnús Jónsson, 21.2.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband