Frekari skuldajöfnun nauðsynleg

Landsbankinn á enn eftir að gera upp við þá aðila sem hann plataði til að leggja sparifé sitt í peningabréf bankans á siðlausan (ólöglegan?) hátt undir því yfirskyni að þetta væri jafn örugg fjárvarsla og aðrir innistæðureikningar sem bankinn bauð upp á.

Eigendur og stjórnendur bankans sukkuðu síðan með það fé eins og þeir ættu það, settu í eigin fyrirtæki sem voru í fjárþörf, í stað þess að varðveita það eins og þeim bar skylda til. Heildartap fólks og félaga var/er um 30 milljarðar.

Ég þykist vita að þeir sem sáu á eftir 31.2 % sparifjár síns séu tilbúnir til að heimila Landsbankanum að skuldajafna í þeim tilfellum sem innistæðueigendur í peningabréfum voru einnig með skuldir í bankanum, jafnvel þótt ekki sé komið að gjalddaga skuldanna. Þarna er kannski um 5-10 milljarða að ræða sem leysa ekki vanda allra sem eiga kröfur á Landsbankann/NBI vegna þessa máls, en er vissulega spor í rétta átt.

Baráttukveðja

Hörður


mbl.is Afskrifa 1.500 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Já ég væri ekki ósáttur við að fá mitt til baka..allavega vil ég fá til jafns við hina... munaði ekki um 10 % sem Landsbankinn stal meir af okkur en hinir bankarnir...? Baráttukveðja 

Halldór Jóhannsson, 21.2.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband