Pistill helgarinnar - Af bíó og bolta

Fór í bíó á föstudagskvöldið með frúnni og tengdamömmu. Sáum stórgóða mynd, The Reader með Kate Winslet í Óskarsverðlaunaformi. Þetta var 5. myndin sem við sjáum á þessu ári og allar hafa þær verið mjög góðar, þótt ólíkar séu. Doubt, Revolutionary Road, The Changeling og Slumdog Millionaire. Eigum enn eftir að sjá Benjamin Button, The Wrestler, Frost/Nixon, Milk og jafnvel Valkyrie. Það er gaman að fara í bíó og sjá góða mynd og góðan leik.

Á sunnudagsmorgnum nýt ég þess að vakna snemma og horfa á endursýningar af leikjum í spænska fótboltanum sem fram fara á laugardagskvöldi. Þessa helgina sá ég tvo skemmtilega leiki, Barcelona gegn Espanyol og Real Madid - Real Betis. Barcelona tapaði óvænt gegn grönnum sínum, en það er alltaf gaman að horfa á Messi, Xavi, Alaves o/co, jafnvel þótt þeir tapi.

Real Madrid var í miklu stuði gegn Betis og vann 6-1 !!! Ég lét mér nægja að horfa á fyrri hálfleikinn, enda voru öll mörkin komin þá og sýnt að menn myndu taka því rólega í seinni hálfleik til að hvíla sig fyrir stórleikinn gegn Liverpool í Meistaradeildinni næsta miðvikudag. Hinn magnaði Raul, fyrirliði RM gerði tvö stórkostleg mörk og er eins og gott spænskt rauðvín, verður bara betri og betri með árunum.

Ég sá svo Liverpool misstíga sig enn eina ferðina og gera jafntefli gegn Man. City og finnst sannast sagna litlar líkur á að Liverpool hafi eitthvað í Real Madrid að gera næsta miðvikudag. Spánarmeistararnir eru bara miklu betri um þessar mundir. En það er reyndar spurning hvort Steven Gerrard verði með Liverpool. Það er ekki sama Liverpool FC með og LFC án Gerrard.

Kveðja
Hörður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband