Hvers lags bull er þetta?

"Seðlabankanum tókst ekki að útvega sér fé, sem var algjörlega nauðsynlegt, og því versnaði staðan í bankakerfinu jafnt og þétt eftir því sem leið á árið,“ sagði Sigurður Einarsson.

Er ekki allt í lagi? Seðlabankanum tókst ekki að útvega sér fé segir maðurinn, en var ekki ríkissjóður skuldlaus um þetta leyti og með ágætan varasjóð, þótt ekki dygði hann til að bakka upp "æfingar" bankanna í útlöndum. Ef Seðlabankanum hefði tekist að útvega sér meira fé, hefði það væntanlega farið í hítina. Það hefði þurft mikið fé til að bjarga bönkunum eftir útrás ævintýramanna undanfarin ár. Nær að þeir hefðu séð að sér í tíma og hægt á vextinum og minnkað sukkið sem fylgdi.

Kveðja

Hörður


mbl.is Ekki brugðist við varúðarorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Akkúrat, alveg með ólíkindum að það skuli allt vera SÍ að kenna, en fyllibytturnar liggja bara í þynkunni.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.2.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband