Blóðþyrstir Baskar í Bilbao

Sá í morgun endursýningu á leik Athletic Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum. Þetta var ótrúlegur leikur. Baskarnir í Bilbao voru grimmir og grófir innan vallar (en hentu sér niður við hverja snertingu Madridinga og heimtuðu spjöld) og blóðþyrstir á pöllunum. Reyndar var stuðningurinn við heimaliðið magnaður allan leikinn sem Real vann 5-2. 7 mörk, 11 gul spjöld og tvö rauð. Allt að gerast. Hollendingarnir í liði Real áttu fínan leik; Huntelaar skoraði tvö falleg mörk, Snejder var "play-makerinn" á miðjunni með fínar sendingar og Arjen Robben átti stórleik. Hann (Robben) er í dag allt annar leikmaður en hann var hjá Chelsea, þar sem hann fór í taugarnar á mér vegna leiðinlegrar framkomu oft og tíðum. Nú einbeitir hann sér að fótboltanum og sýnir hversu frábær leikmaður hann er. Real er nú aðeins 3 stigum á eftir Barcelona, þannig að það er komin spenna í spænsku deildina. Ég held þó að Barca klári þetta. Þeir eru með besta liðið á Spáni .... og í Evrópu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband