Helgarpistill

Laugardagurin var í rólegri kantinum á þessum bænum. Lofa meiri "action" um næstu helgi.
Sæmi frændi Sigurðsson var með magnaða myndasýningu frá ævintýraferð sinni til Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku. Við hjá ÍT ferðum verðum með ferð þangað í desember. Kynntum í leiðinni aðrar gönguferðir sem við bjóðum upp á í ár og næsta ár.
Það er bara eitt sæti laust í nýja ferð til Póllands í júní, en laus pláss í fyrirhugaðar gönguferðir um Króatíu og Svartfjallaland. Síðan er ný ferð á dagskránni til Perú 2010, auk þess sem við munum aftur bjóða upp á með ævintýralegar ferðir til Grand Canyon og Kilimanjaro.
Hjördís systir á allan heiður af þessum göngu- og ævintýraferðum ÍT ferða. Hún setur þær upp og fer oftast sem fararstjóri í fyrstu ferð á hvern stað. Mögnuð kona Hjördís og mikils metin á meðal íslenskra göngugarpa.

Annars leið laugardagurinn að mestu við sjónvarpsgláp og tölvuskrif. Það hefur fjölgað umtalsvert í vinahópnum á fésbókinni og gaman að ná aftur sambandi við "gamla" vini og kunningja, skólafélaga, vinnufélaga, meðspilara og fólk almennt. Það er gott og gefandi að vera í sambandi, þó ekki sé nema tölvusambandi, við gott fólk. 

Fylgdist með fréttum af landsfundum Sjálfsflokksins og Samstæðisfylkingarinnar (!). Kom á óvart öruggur sigur Dags Eggerts. á Árna Árna í varaformannsslag Samfó. Átti von á minni mun.
Davíð Odds. stal enn og aftur senunni hjá Flokknum (með stóru effi). Held að hefði hann sleppt árásinni á "endurreisnarnefndina"og Villa Egils, þá hefðu flestir verið sáttir, en hann bar ekki gæfu til þess. Davíð getur aldrei opnað munninn án þess að hnýta í eitthvað eða einhvern og sést þá ekki alltaf fyrir. Og reyndar tókst honum að móðga Alzheimer sjúklinga og aðstandendur þeirra, nýja norska Seðlabankastjórann, Jóhönnu Sigurðardóttur og norska forsætisráðherrann í leiðinni. Geri aðrir betur .... eða verr.

Í dag er fermingarveisla aðal málið á dagskránni og reyndar önnur um næstu helgi. Þetta fylgir stórum fjölskyldum.

Með sunnudagskveðju


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband