"Diplómat með stálhnefa í flauelshönskum"

Það er alltaf fréttnæmt þegar skipt er um formann í stærstu stjórnmálahreyfingum landsins og svo er einnig nú. En burtséð frá pólitískum skoðunum fólks þá er ljóst að þjóðin kallar eftir sterkum leiðtoga, nú sem aldrei fyrr. Las nýlega í blaði að nú þyrfti þjóðin "diplómat með stálhnefa í flauelshönskum", held að þetta sé rétt haft eftir. Mér finnst þetta góð lýsing á þeim eiginleikum sem leiðtogi lands og þjóðar þarf að hafa.

Burtséð frá tregðu manna í áhrifastöðum, í ríkisstjórn, á Alþingi, í Seðlabanka, í FME, í stóru bönkunum og sumum öðrum útrásarfyritækjum til að viðurkenna mistök og axla ábyrgð, þá er ljóst að mikil mistök voru gerð í aðdraganda bankahrunsins og sömuleiðis eftir að bankarnir féllu.

Nýir forystumenn helstu stjórnmálaflokka verða að stíga fram af hreinskilni og heiðarleika, viðurkenna mistök, axla ábyrgð og leggja fram skýrar línur um hvað menn hafa lært á sukki og siðspillingu síðustu ára og hvernig menn ætla að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, í náinni framtíð þegar við höfum unnið okkur upp aftur, því það munum við gera. Það er ekki annað í boði.


mbl.is Nýr formaður kosinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband