5.4.2009 | 15:39
Mikið var !!!
Það var mikið að það kom fram á sjónarsviðið maður sem veit hvað varð Íslandi að falli og hvað gera á í þeirri stöðu sem við Íslendingar erum nú í. Michael Hudson, bandarískur maður, skrifar magnaða grein í helgarblað Fréttablaðsins (bls. 22). Hinn sami Michael var gestur í Silfri Egils í dag. Ég hvet alla til að lesa greinina og horfa á endursýningu á Silfrinu í kvöld. Kjarninn í máli Michael er að við Íslendingar getum ekki og eigum ekki að borga skuldir þær sem nokkur tugur einstaklinga komu sér og sínum fyrirtækjum í. Ég er svo hjartanlega sammála. Ég vil ekki borga skuldir annarra!
Þetta er að mínu mati stærsta málið sem við er að glíma í dag og á að vera mál númer eitt á málefnaskrá allra stjórnmálahreyfinga fyrir kosningarnar eftir þrjár vikur.
HVAÐ ÆTLA FLOKKARNIR AÐ GERA? Borga skuldir óreiðumannanna og með því rýra lífskjör okkar Íslendinga næstu ár og áratugi eða gera það eina rétta í stöðunni; semja um niðurfellingu skulda?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.