31.5.2009 | 06:50
50 ára afmæli - Takk kærlega fyrir mig !
Nú í vor eru 50 ár síðan 6 ára snáði af Óðinsgötunni rölti inn að Hlíðarenda og skráði sig í Val. Síðan hafa íþróttir og Valur verið stór hluti af lífi mínu og er ég afar þakklátur forsjóninni fyrir að hafa leitt mig inn á þá braut. Íþróttirnar hafa gefið mér mikið, en upp úr stendur félagsskapurinn, bæði innan Vals og eins við gott fólk úr öðrum íþróttafélögum. Það eru forréttindi að fá að lifa og starfa innan íslenskrar íþróttahreyfingar og vera partur af henni, eins og ég hef verið sem leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, starfsmaður, framkvæmdastjóri og stuðningsmaður. Gildir þá einu hvort félagið sem maður leikur með, starfar fyrir eða styður heitir Valur, UMF Reykjavíkur, KR, KA, Stjarnan, AIK, Grindavík, FH, UMF Selfoss, Breiðablik eða annað. Þetta eru félögin sem ég hef keppt eða starfað fyrir. Aðrir hafa aðra sögu að segja. Það skiptir ekki máli hvaða íþróttafélag menn styðja; það er fleira sem sameinar íþróttamenn og íþróttaáhugamenn heldur en það sem skilur þá að.
Ég á íslensku íþróttasamfélagi mikið að þakka og geri það hér með. Takk kærlega fyrir mig !
Með íþróttakveðju um hvítasunnu 2009
HH
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.