Í minningu vinar

Síðast liðinn föstudag var til moldar borinn góður maður, Gísli Bjarnason, kennari og skólastjóri á Akureyri. Gísli reyndist mér afar vel þegar ég tvítugur að aldri hóf kennslu við Barnaskóla Akureyrar. Hann var minn "mentor", kenndi mér ýmis góð ráð sem nýttust vel við kennsluna; ráð sem ekki var að finna í kennslubókum, en sem flest miðuðu að því að ná aga innan skólastofunnar, til að auðvelda það starf sem þar fór fram, fræðsluna og uppeldið. 
Það spillti ekki fyrir vináttu okkar Gísla að hann var gamall handboltamaður og mikill KA-maður, meiri en flestir sem ég kynntist fyrir norðan. Þá fannst mér ég sjá töluverðan svip með Gísla og föður mínum, bæði í líkamsburðum og einnig í ýmsum karaktereinkennum. Þeir voru og jafnaldrar og varð reyndar stutt á milli þeirra, því faðir minn lést s.l. þriðjudag, 9. júní.
Því miður varð vík milli vina eftir að samstarfi okkar Gísla lauk, en ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir leiðsögnina og vináttuna.
Blessuð sé minning Gísla Bjarnasonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband