Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ríkisstjórnin verður að tryggja inneignir í peningabréfum !!!

Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin verður að tryggja inneignir fólks og íslenskra fyrirtækja í peningabréfum eins og aðrar inneignir. Að öðrum kosti er hvorki sparifé fólks né atvinnulíf tryggt eins og hefur verið fullyrt af ríkistjórninni. Mörg fyrirtæki hafa sett fjármagn tímabundið í peningabréf. Ef það fé tapast, missa mörg fyrirtæki sitt bakland, sinn varasjóð og þurfa sum örugglega að segja upp fólki og jafnvel hætta starfsemi.

Sama gildir um einstaklinga sem hafa skv. ráðleggingum bankastarfsmanna keypt peningabréf til að hámarka ávöxtun án áhættu að því er sagt var. Margar fjölskyldur sem eru t.d. að minnka við sig húsnæði, eru tímabundið með mikið fé á milli handanna og vilja ávaxta það sem best án áhættu fram að næsta greiðsludegi. Ef þetta fólk tapar höfuðstólnum sem nýttur var til kaupa á peningabréfum, þá getur það ekki staðið í skilum og missir húsnæði sitt.

Það er skýlaus krafa til stjórnvalda að sama gildi um inneignir í peningasjóðum bankanna og aðra innlánsreikninga, enda lítur þorri fólks á þessa sjóði sömu augum og sparireikninga og þar liggur því ávöxtur af ævistarfi margra.

Hörður Hilmarsson

 


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga svartsýni, en ekki meira af óhóflegri bjartsýni, takk.

Í fárviðri síðustu daga, í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu, vöruðu ýmsir almenning við því að leggjast í svartsýni og volæði, því það sé þrátt fyrir allt bjart framundan, þótt miklir erfiðleikar blasi við á næstu dögum, vikum og mánuðum. Ekki vil ég mæla svartsýni bót, en það var ekki svartsýni sem kom okkur í þau vandræði sem þjóðarbúskapurinn er nú kominn í. Ætli það hafi ekki frekar verið óhófleg bjartsýni og ofurtrú nokkurra "snillinga" á eigin flinkheitum. Og margir smituðust.
Það er óskandi að fólk almennt læri af biturri reynslu núverandi ástands og temji sér meira jafnlyndi og stöðugleika .... hvorki óhóflega bjartsýni né bölmóð og svartsýni. Ætli orðið sem ég er að leita að sé ekki raunsæi .... bæði gagnvart ríkjandi ástandi og möguleikum okkar í náinni framtíð.

Baráttukveðjur

Hörður Hilmarsson


HVAÐ ER Í GANGI?

Ætlar þessi vitleysa engan endi að taka?
Hverjir bera ábyrgð, þ.e. á þeim hluta vandans sem er heimatilbúinn? Þetta er ekki allt ástandinu á alþjóðamörkuðum að kenna. Hvar eru sjálfskipuðu fjármálasnillingarnir núna? Hvar eru flinkheitin?
Hvað er ríkisstjórnin að hugsa? Hvað ætlar hún að gera?
Erum við með lamaða stjórn og þing sem veitir henni ekkert aðhald?

Hörður Hilmarsson


mbl.is Hlutabréf og króna hríðfalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband