Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.1.2009 | 12:43
Bestu óskir um góðan bata !
Ég sendi Geir H. Haarde bestu kveðjur með ósk um góðan bata.
Með kveðju
Hörður Hilmarsson
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 11:27
Skammist ykkar !
Það er mjög slæmt þegar fólk úttalar sig um hluti án þess að hafa kynnt sér þá til hlítar. Svo er því miður um marga sem tjá sig um þessa frétt.
Ég hvet fólk til að skoða mynd sem fylgir með frétt Morgunblaðisins og Mbl.is af fundi Réttlætis.is í gærkvöldi. Eru þetta fjárglæframenn, áhættusækið fólk sem vildi sem hæstu ávöxtun á sparnað sinn, slysabætur, örorkubætur eða annað?
Meðalaldur fundargesta í gærkvöldi var klárlega vel yfir 60 ár og þó nokkrir gesti voru um og yfir áttrætt. Mikið af þessu fólki hafði á langri starfsævi náð að safna saman 3-5 milljónum króna, með sparsemi og ráðdeildarsemi. Landbankinn beitti siðlausum og ólöglegum aðferðum við að komast í fjármuni þessa fólks og hreinlega stal af því 1/3 hluta sparnaðarins.
Aldrað fólk er ekki frekar en flest okkar sérfræðingar í fjármálum. Það þarf því að treysta upplýsingum sem það fær frá bankanum sínum. Flestir þeirra þúsunda sem áttu innistæður á peningabréfareikningum Landsbankans voru plataðir til að færa fjármuni sína þangað á þeirri forsendu að það væri öruggasta og besta fjárvarslan. Þetta var ekki fjárfesting heldur fjárvarsla almennings, þar með talið fólks sem hefur alla ævi búið við fátækt, en samt tekist að nurla saman nokkrum krónum til að létta sér ævikvöldið.
Þið sem hafnið því að þetta fólk nái sínum fjármunum til baka eruð litlu betri en þeir sem bera ábyrgð á að þetta gerðist, stjórnendur og stærstu eigendur Landsbankans, Fjármálaeftirlitið, ríkisstjórnin og alþingismenn.
Það er til háborinnar skammar fyrir íslenskt samfélag að þakka fólki fyrir ævistarfið með því að stela af því 1/3 hluta sparnaðar þess!
Hörður Hilmarsson
Fjölmenni með réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 10:34
Skilningsleysi
Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið "komment" Ólafs Hrólfssonar, kunningja míns við þessari frétt. Hvílík samlíking ! Það er greinilegt að Ólafur á ekki aldraða foreldra sem voru ginntir með ósannindum til að færa ævisparnað sinn af sparisjóðsbókinni yfir á peningabréfareikning sem bar litlu hærri ávöxtun, en var sagður áhættulaus.
Ég hvet Ólaf og aðra sem eru sama sinnis til að kynna sér málið betur og reyna að setja sig í spor fólks sem hefur í sveita síns andlits safnað saman nokkrum fjármunum með ráðdeildarsemi og sparsemi og sér svo 1/3 þess sparnaðar gufa upp vegna aðgerða ósvífinna bankaeigenda og -stjórnenda og aðgerða stjórnvalda í kjölfarið. Heimasíðan www.rettlaeti.is segir ekki nema lítið brot af því sem átti sér stað í Landsbankanum í sambandi við kynningu á þessu sparnaðarformi og síðan sukki eigenda bankans með fjármuni innistæðueigenda í peningabréfum. FME og Seðlabankinn brugðust herfilega eftirlitsskyldum sínum og stjórnvöld og þingmenn klikkuðu einnig á einu af helstu hlutverkum sínum sem er að vernda borgarana fyrir óprúttnum aðilum og sviksemi í viðskiptum.
Með baráttukveðjum
Hörður Hilmarsson
Vongóð um að fá tjónið bætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2008 | 00:28
Mikill misskilningur í gangi !
Af þeim athugasemdum sem gerðar hafa verið við þessa frétt er ljóst að það er mikill misskilningur í gangi varðandi peningabréfin. Auðvitað átti alls konar fólk inneign í peningabréfum og peningamarkaðssjóðum. En af þeim mikla fjölda sem ég hef rætt þessi mál við síðustu tvær vikur og fengið tölvubréf frá, er í miklum meirihluta venjulegt fólk sem t.d. hafði fengið arf, fólk sem fengið hafði slysabætur eða örorkubætur, fólk sem hafði minnkað við sig í miðju "góðærinu", selt hús og keypt sér íbúð o.s.frv. En ekki síst eldra fólk, afar og ömmur sem höfðu með sparsemi og ráðdeildarsemi safnað saman nokkrum milljónum króna sem áttu að gera því síðustu æviárin léttbærari. Það er til háborinnar skammar að ræna af þessu fólki 31.2 % sparnaðar þess, því þetta fólk á enga möguleika til að bæta sér upp tapið. Peningabréf voru allt annað en hlutabréf. Þetta var sparnaður fólks og varasjóður sem ríkisvaldið á að meðhöndla eins og annan sparnað, sama hvaða nafn reikningurinn ber.
Þetta er ekki fólkið sem missti sig í því eyðslufylleríi sem var hér á landi undanfarin ár. Þetta er ekki fólkið sem keypti 2-3 jeppa á hvert heimili, flatskjái í hvert herbergi, fjórhjól og fleira. Þetta er fólkið sem sparaði og treysti bankanum sínum, sem margir höfðu átt viðskipti við í 40-50 ár. Þetta er fólkið sem treysti bankanum sínum þegar hann bauð góða og örugga ávöxtunar- og sparnaðarleið. Þetta er fólkið sem starfsmenn bankanna hringdu í að fyrra bragði og buðu betri kjör en sama öryggi. Þetta er fólkið sem hafði samband við bankann sinn í lok sept., byrjun okt. af ótta við ástandið og vildi færa inneignir sínar yfir á aðra reikninga, en bankinn taldi fólkið ofan af því, sagði að inneignir á peningabréfum væru tryggari en á öðrum reikningum, ef allt færi á versta veg. Og það hefur verið staðfest; sparnaður var tryggari í peningabréfum en hefðbundnari innlánsreikningum fram að setningu neyðarlaganna 6. okt. s.l. Hver ber ábyrgð á þeim? Og hverra er það þá að leiðrétta þau mistök að sumar innistæður séu tryggar en aðrar ekki. Kynningar banka, a.m.k. Landsbankans á peningabréfum og skilningur fólks fór saman. Þetta var/átti að vera tryggur sparnaður, án áhættu.
Þær lausnir sem hafa verið nefndar eru m.a. skuldajöfnun í viðkomandi banka, skattaafsláttur eins og hér er nefndur, hlutabréf í nýjum banka (það er ekkert sagt við því að ríkið býður erlendum kröfuhöfum slíkt, en hví býður ríkið ekki þeim Íslendingum sem töpuðu sparnaði sínum hlutabréf?) og bundin inneign í bankanum til 3ja-4ra ára.
Allur sá mikli fjöldi sem rændur var stórum hluta sparnaðar síns, sem búið var að greiða af skatta og önnur gjöld, lendir líka í sömu súpunni og aðrir landsmenn; stórhækkun lána, verðbólga, atvinnuleysi og álögur þær sem ríkið leggur okkur á herðar vegna glannaskapar íslenskra banka erlendis. Eini munurinn er sá að það er búið að taka af sumum þann varasjóð, þann sparnað sem nota átti í "mögru árunum", við stóráföll eða í ellinni. Þannig verður tap þessa fólks mun meiri en annarra. Sumum finnst það kannski í lagi, en mér finnst það til skammar fyrir íslenskt samfélag, hvernig sem á það er litið.
Með aðventukveðju
Hörður Hilmarsson
Þeir sem töpuðu fái skattaafslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 00:20
Það er ekki að spyrja að frú Vigdísi
Hér talar sannur þjóðhöfðingi.
Verst að frú Vigdís skuli ekki enn vera í því starfi sem hún gegndi svo skörulega fram til 1996.
Með aðventukveðju
Hörður Hilmarsson
„ Særandi að vera sakaður um glannalegar athafnir “ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 23:59
Þorvaldur Gylfason
Það var gott að hlusta á Þorvald Gylfason í Mannamáli Sigmundar í kvöld, eins og ávallt undanfarið. Þorvaldur fór einnig á kostum á borgarafundinum í Háskólabíói s.l. mánudagskvöld og er klárlega maður sem margir vilja sjá í mikilvægu embætti sem allra fyrst. Við höfum ekki efni á því að hafa svona mann á hliðarlínunni. Hann á að vera í framlínunni.
Með aðventukveðju
Hörður
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2008 | 19:29
Alltaf sama útlendingadekrið !
Það er alltaf sama útlendingadekrið í okkur Íslendingum. Mikill fjöldi fólks og fyrirtækja hefur verið rændur 30-40 % af sparnaði sínum og öllum er sama, á meðan vandræði útlendinga eru sett í forgang hjá bönkum og stjórnvöldum. Og fjölmiðlarnir dansa með. Það má ekki koma hingað útlendingur sem hefur tapað á viðskiptum sínum við íslenskan banka, án þess að viðkomandi sé hampað í sjónvarpi og blöðum, en þúsundir sparsamra Íslendinga sem tapað hafa milljónum (margir tugmilljónum) á peningabréfasjóðum bankanna eru víst engin frétt.
Ég er ekki að segja að það hafi ekki átt að reyna að komast að samkomulagi varðandi IceSave reikningana, en stjórnvöld mega ekki gleyma þeim fjölda Íslendinga sem átti sparnað inni hjá íslensku bönkunum og var hlunnfarinn um stóran hluta þess sparnaðar.
Kveðja
Hörður
Icesave-deilan leyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.11.2008 kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 09:03
Pólítískt leikrit Gordon Brown
Þetta er kórrétt hjá prófessor Eiríki.
Ég hitti um síðustu helgi ungt, vel menntað og greint fólk sem bjó um tíma í Englandi. Orð þeirra staðfestu það sem ég las í ummæli Gordons Brown um Ísland og íslensk stjórnvöld í síðustu viku.
GB notaði tækifærið til að beina sjónum breskra fjölmiðla og bresks almennings frá vandamálum sem skapast hafa vegna aðgerða eða aðgerðaleysis breskra stjórnvalda á heimavígstöðvum.
Litla Ísland lá vel við höggi og því var sett upp pólitískt leikrit sem Bretar kunna flestum þjóðum betur, enda vel sjóaðir frá orðaskylmingum á breska þinginu, í beinni útsendingu. Við Íslendingar kunnum ekki þennan leik og á tímabili fannst mér sem ég væri að fylgjast með viðureign íslensks utandeildarliðs gegn Chelsea eða Man. Utd.
Það var rangt að grípa ekki strax til varna gegn ofstopa og orðum Gordon Brown, erfiðara að leiðrétta ruglið löngu eftir á þegar mikill skaði er skeður. Það er samt betra seint en aldrei.
Ef aðgengi að breskum fjölmiðlum reynist lítið til að leiðrétta ruglið í Brown, Darling og félögum, þá er ég viss um að andstæðingar þeirra félaga í breskum stjórnmálum, Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn myndu fagna upplýsingum og staðreyndum sem komið geta Brown og Verkamannaflokknum illa. Við eigum ekki að skipta okkur af breskri pólitík, en við eigum að nýta þau meðul og möguleika sem finnast til að leita réttar okkar gagnvart ákvörðun breskra stjórnvalda og aðgerða í síðustu viku.
Baráttukveðjur
Hörður Hilmarsson
Grimmúðlegt og úthugsað auglýsingabragð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 03:26
Vinsamleg grein en sláandi athugasemdir
Ég las greinina í Guardian og finnst hún vinsamleg og vel skrifuð. En athugasemdir við greinina eru vægast sagt sláandi. Það er greinilegt að ýmsir Bretar hafa litla samúð með okkur og kemur það mér á óvart hve margir eru óvægnir og beinlínis grimmir. Það kemur í ljós í vandræðum hverjir reynast vinir í raun og hafa Norðmenn sýnt mikið vinarþel og góðan hug til "afkomendanna" í norðri.
Heja Norge, en ég er ekki sáttur við "tjallana".
Með vinsemd og baráttukveðjum
Hörður Hilmarsson
Sparkað í liggjandi (Ís)land" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 10:25
Maður líttu þér nær !
Ég hef ekki þekkingu á Icesave reikningum Landsbankans í Englandi og Hollandi, en fram hefur komið að "góðar líkur séu á að eignir Landsbankans muni standa undir stærstum hluta innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi."
En hvað með þá sem treystu Landsbankanum á Íslandi fyrir sparifé sínu og/eða varasjóði og keyptu peningabréf skv. ráðleggingum ráðgjafa Landsbankans sem sögðu þau gefa "góða ávöxtun, bæru enga áhættu og væru alltaf laus"???
Á bara að segja sorry við það fólk og fyrirtæki sem slíkum ráðum treystu og horfa nú fram á gjaldþrot, bæði fyrirtækja og heimila?
Vona að þeir sem þessa leið völdu til að geyma sparifé eða varasjóð sitt tímabundið gleymist ekki þegar kemur að því að forgangsraða kröfum í Landsbankann.
Með jákvæðum straumum og baráttukveðjum
Hörður Hilmarsson
Nýi Landsbanki tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar