Skilningsleysi

Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið "komment" Ólafs Hrólfssonar, kunningja míns við þessari frétt. Hvílík samlíking ! Það er greinilegt að Ólafur á ekki aldraða foreldra sem voru ginntir með ósannindum til að færa ævisparnað sinn af sparisjóðsbókinni yfir á peningabréfareikning sem bar litlu hærri ávöxtun, en var sagður áhættulaus.

Ég hvet Ólaf og aðra sem eru sama sinnis til að kynna sér málið betur og reyna að setja sig í spor fólks sem hefur í sveita síns andlits safnað saman nokkrum fjármunum með ráðdeildarsemi og sparsemi og sér svo 1/3 þess sparnaðar gufa upp vegna aðgerða ósvífinna bankaeigenda og -stjórnenda og aðgerða stjórnvalda í kjölfarið. Heimasíðan www.rettlaeti.is segir ekki nema lítið brot af því sem átti sér stað í Landsbankanum í sambandi við kynningu á þessu sparnaðarformi og síðan sukki eigenda bankans með fjármuni innistæðueigenda í peningabréfum. FME og Seðlabankinn brugðust herfilega eftirlitsskyldum sínum og stjórnvöld og þingmenn klikkuðu einnig á einu af helstu hlutverkum sínum sem er að vernda borgarana fyrir óprúttnum aðilum og sviksemi í viðskiptum.

Með baráttukveðjum

Hörður Hilmarsson


mbl.is Vongóð um að fá tjónið bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 39973

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband