Færsluflokkur: Enski boltinn
22.3.2009 | 18:34
Veisla á Anfield!
Það var veisla á Anfield í dag; 5-0 gegn Aston Villa. Mínir menn áttu stórleik, meira að segja Riera sem hefur ekki heillað mig í vetur. Það kom ekki að sök þótt hinum magnaða Fernando Torres hafi verið mislagðir fætur í leiknum. Hann er mannlegur eins og aðrir leikmenn og getur átt "down"-leik.
Markið sem Riera skoraði eftir sendingu frá Reina, markverði (!) var glettilega líkt marki sem Ásgeir Sigurvins. skoraði í landsleik gegn Austur-Þýskalandi á Laugardalsvelli 1975, eftir sendingu frá Sigga Dags., markmanni´. Deja Vu þar á ferð.
Það skyggði á ánægju mína með frammistöðuna að tilkynnt var fyrir leik að Bryce Morrison, "club secretary" Liverpool FC, hafi látist. Af því tilefni var mínútu þögn fyrir leikinn og leikmenn LFC léku með sorgarbönd. Ég hitti herra Morrison nokkrum sinnum á skrifstofu félagsins á Anfield og hann reyndist mér vel. Eftirminnilegur maður, af gamla skólanum og með stórt Liverpool hjarta.
Blessuð sé minning hans.
HH
Gerrard með þrennu og eins stigs munur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 23.3.2009 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2009 | 15:24
Skrýtinn leikur, fótboltinn
Hún getur verið skrýtin íþrótt, knattspyrnan.
Mér fannst MU betra liðið fram á 75. mín. og Liverpool vera að spila á 9 leikmönnum, því Riera gat ekkert og Lucas kæmist ekki í varaliðið hjá MU. Þegar við bættist að Gerrard var ekki nema svipur hjá sjón, átti ég ekki von á að Liverpool næði nema í mesta lagi einu stigi út úr leiknum.
1-4 gefur ekki rétta mynd af leiknum, en svona er fótboltinn. Ég hef séð ófáa leikina þar sem Liverpool hefur verið betra liðið gegn MU, en orðið að sætta sig við tap, oftast eins marks munur, svo maður þakkar bara fyrir stigin og stóran sigur.
Það er svekkjandi að vinna Man. Utd. í báðum leikjunum, Chelsea í báðum, en henda stigum í Stoke, Middlesbro og álíka lið. Mót vinnast á breidd og stöðugleika, tapast á skorti á þessum þáttum.
Þess vegna held ég að MU vinni deildina nokkuð örugglega, en á meðan það er von þá heldur maður í hana.
Áfram LIVERPOOL !
Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 09:56
Einn af þeim allra bestu
Helgarkveðja
Hiddink staðráðinn í að hætta hjá Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 23:36
Frábær sigur Liverpool, en ..... !
Þetta var frábær sigur hjá mínum mönnum í Liverpool FC, en ég er enn á því að Chelsea verði í toppsætinu, þegar það skiptir mestu máli, eftir síðasta leikinn næsta vor. Chelsea er með firnasterkan hóp, mun breiðari en Liverpool og jafnbetri en Man. Utd. og Arsenal. Í dag voru þeir án Essien, Ballack, Drogba o.fl. Við vorum án Torres ..... og reyndar Skrtel, en Agger er ekki síðri leikmaður. En vissulega heldur maður í vonina; það er orðið allt of langt síðan síðast. - Carragher og Gerrard eiga skilið Englandsmeistaratitil fyrir tryggðina við félagið og frábæra frammistöðu í gegnum árin.
You´ll Never Walk Alone !
Hörður
Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 00:02
Til hamingju Phil!
Aldeilis frábær byrjun hjá nýliðum Hull City, en það er ekkert unnið enn, aðeins mjög góð byrjun sem gefur líkur á að það sem hlýtur að vera aðal markmið félagsins í vetur náist, þ.e. að halda sætinu í efstu deild. Er á meðan er og það hlýtur að vera gaman að vera leikmaður og stuðningsmaður Hull City núna. Og varðandi stjórann, Phil Brown, þá verð ég að snara mér yfir á enskuna:
"This couldn´t happen to a nicer fellow".
Vona að Phil og Hull City gangi sem allra best á tímabilinu og að liðið endi í topp 10. Það væri topp árangur.
Fótboltakveðja
Hörður
Phil Brown: Byrjunin draumi líkast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2008 | 03:09
Fínn náungi Phil Brown ... eitthvað annað en Gordon !
Mér finnst sérlega ánægjulegt að fylgjast með frammistöðu Phil Brown með nýliða Hull City í ensku úrvalsdeildinni. Ég kynntist honum þegar hann var aðstoðarknattspyrnustjóri hjá Bolton Wanderers, meðan Sam Allardyce var stjóri. Þetta er hinn geðþekkasti maður, eins og Guðni Bergs, Arnar Gunnlaugs. og Eiður Smári geta borið vitni um. Phil hætti hjá Bolton til að taka við stjórastöðu hjá Derby County fyrir einum þremur árum. Hann kom með Derby í æfingaferð til Íslands í júlí (!) og léku þeir gegn ÍA, sem vann óvæntan sigur. Það gekk ekkert hjá Derby í 1. deildinni þetta tímbil og Phil var látinn fara. En "you can´t keep a good man down", eins og sagt er og Phil Brown er kominn aftur í baráttuna. Hann kom Hull City upp í úrvalsdeild á mettíma og félagið frá fiskimannabænum hefur komið verulega á óvart í upphafi keppnistímabilsins í Englandi. Hann á þessa útnefningu sannarlega skilið; "it could not happen to a nicer bloke".
Það skal tekið fram að Phil er ekkert skyldur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretaveldis, sem farið hefur offari og orðið sér til skammar fyrir árásir sínar og áróður um Ísland og Íslendinga í enskum fjölmiðlum í vikunni. Þar fer ekki fínn pappír.
Góða helgi !
Hörður Hilmarsson
Brown knattspyrnustjóri mánaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.9.2008 | 18:19
Hvað með fyrri eigendur West Ham?
Annar punktur: Núverandi eigandi West Ham hlýtur að eiga kröfu á hendur fyrri eigendum sem stýrðu félaginu þegar Argentínumennirnir voru fengnir til félagsins, ekki satt? Þarna er um gríðarlega fjármuni að ræða og málið allt hið skrýtnasta. Hver er staða enska knattspyrnusambandsins í málinu? Getur sambandið veitt leikheimild og svo verið stikkfrí þegar kemur að skuldadögum?
Fótboltakveðja
Hörður Hilmarsson
Tíu leikmenn vilja bætur frá West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2008 | 09:51
Flottur fótbolti
Enn eitt árið er Arsene Wenger að koma fram með frábært fótboltalið sem spilar jákvæðan og skemmtilegan bolta, sem unun er að horfa á og hlýtur að vera gaman að spila. Sama með hvaða félagi menn halda; það hljóta allir knattspyrnuunnendur að hrífast af leik Arsenal þessi misserin. Sjálfur styð ég Val, Liverpool og Real Madrid, í þessari röð, en viðurkenni að mín lið standa Arsenal töluvert að baki í boltanum, í skemmtanagildi og góðum leik.
Fótboltakveðja
háhá
Wenger: Þetta var fullkominn leikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 09:32
Lélegt á Laugardalsvelli
Miðvikudaginn 10. sept. s.l. fylltu 10.000 Íslendingar og Skotar þjóðarleikvanginn í Laugardal vegna landsleikjar Íslands og Skotlands í undankeppni HM 2010. Leikurinn sem slíkur var ágætur, okkar menn léku á köflum vel og áttu skilið a.m.k. eitt stig út úr viðureigninni.
En það er ekki leikurinn sem slíkur sem eftir situr í minningunni, heldur hnökrar á framkvæmd leikjarins eða öllu heldur móttöku áhorfenda. Ég keypti miða á Netinu fyrir sjálfan mig og starfsfólk ÍT ferða o.fl. sem ég ákvað að bjóða á leikinn. Við kaupin kom fram að hægt væri að nálgast miða í verslunum Skífunnar, gegn framvísun útprentaðrar kvittunar fyrir viðskiptunum. Það reyndist ekki rétt. Þá var hringt í KSÍ sem svaraði því til að nóg væri að prenta út miðana í eigin tölvu. Það var gert. Þegar komið var að "nýju" ("bláu") stúkunni var okkur og öðrum sem voru með sams konar útprentanir vísað "hinum megin", á aðalinngang vallarins vegna þess að ekki væru skannar þarna megin til að lesa miðana. Við aðalinnganginn var fleiri þúsund manna röð og aðeins afgreitt inn um þrennar dyr eða hlið. Þótt fólk hafi mætt á völlinn 30 mín. fyrir leik komust margir ekki í sæti sín fyrr en 20 mín. eftir að leikur hófst.
Þessi framkvæmd var KSÍ ekki boðleg og er nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir að e-ð þessu líkt endurtaki sig.
Með knattspyrnukveðju
Hörður Hilmarsson
Enski boltinn | Breytt 23.9.2008 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar