Gylfi Sig. með stáltaugar

Það er ekki alltaf auðvelt að skora úr vítaspyrnu í knattspyrnuleik og erfiðara eftir því sem meira er undir og minna er eftir af leik. Gylfi Sig. var undir mikilli pressu þegar hann tók víti fyrir Hoffenheim á lokamín. gegn Leverkusen í gær. Gylfi þurfti að bíða óvenju lengi eftir að dómari leiksins tryggði að allir leikmenn væru nægilega langt frá marki. Og að lokum gekk dómarinn þvert yfir vítateiginn til að taka sér stöðu! Hef aldrei séð það áður. En Hafnfirðingurinn ungi var svellkaldur og setti knöttinn í bláhornið, framhjá markmanni Leverkusen sem þó gerði heiðarlega tilraun, valdi rétt horn.

Gylfi er skærasta stjarnan í glæsilegri framtíðarflóru íslenskra leikmanna. Það verður gaman að fylgjast með "strákunum okkar" næstu árin!


mbl.is Jöfnunarmark Gylfa gegn Leverkusen (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála því, gríðarlegt efni þarna á ferð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.11.2010 kl. 12:04

2 Smámynd: Björn Birgisson

Nýr Ásgeir Sigurvinsson? Betri kannski?

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 13:39

3 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Segi það nú ekki, Björn. Geiri er að mínu mati og margra annarra besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar. En Gylfi hefur hugarfar og hæfileika til að komast með tíð og tíma í hóp 5-10 bestu leikmanna íslenskrar knattspyrnusögu.

Hörður Hilmarsson, 28.11.2010 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband