Gervigrasið er komið til að vera

Það er rétt hjá Bjarna Jóh. þjálfara Stjörnunnar að það er alls óvíst að knattspyrnulið Stjörnunnar muni hagnast á því í heildina, fótboltalega séð, að leika heimaleiki sína 2009 á gervigrasinu í Garðabæ.

Árið 1991 var undirritaður þjálfari Breiðabliks í efstu deild. Þá var skipt um gras á Kópavogsvelli og við þurftum stærstan hluta sumarsins að leika heimaleikina á þá nýjum gervigrasvelli (sandgras) sem stóð þar sem Fífan er núna, ef ég man rétt. Leikmönnum Breiðabliks þótti ekki gott að þurfa sífellt skipta á milli grass og gervigrass, leika annan hvorn leikinn á grasi, hinn á sandgrasinu. Einnig æfðum við ýmist á grasi eða sandgrasinu eftir því á hvernig undirlagi næsti leikur var. Það var ekki auðvelt.

Stjörnuvöllurinn er af 3. kynslóð gervigrass og mjög góður sem slíkur. Gervigrasvellir nútímans eru orðnir svo miklu betri en fyrstu vellirnir sem hér voru lagðir gervigrasi að munurinn jafnast á við mun á gömlu malarvöllunum (sem reyndar voru misjafnir) og fyrstu gervigrasvöllunum. Ég var lengi andstæðingur gervigrasvalla sem vettvangs fyrir leiki í Íslandsmóti efstu deildar, en sú mótstaða er að minnka með stórauknum gæðum nýjustu tegunda gervigrass. Í dag er betra að leika á góðu gervigrasi en slæmum grasvelli, ef þeir fyrirfinnast þá hjá félögum í efstu deild.
Niðurstaða: Gervigrasið er komið til að vera, en það er ekki sama gervigras og gervigras!

Með fótboltakveðju

Hörður Hilmarsson


mbl.is Högnumst ekki á gervigrasinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband