Ríkisstjórnin verður að tryggja inneignir í peningabréfum !!!

Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin verður að tryggja inneignir fólks og íslenskra fyrirtækja í peningabréfum eins og aðrar inneignir. Að öðrum kosti er hvorki sparifé fólks né atvinnulíf tryggt eins og hefur verið fullyrt af ríkistjórninni. Mörg fyrirtæki hafa sett fjármagn tímabundið í peningabréf. Ef það fé tapast, missa mörg fyrirtæki sitt bakland, sinn varasjóð og þurfa sum örugglega að segja upp fólki og jafnvel hætta starfsemi.

Sama gildir um einstaklinga sem hafa skv. ráðleggingum bankastarfsmanna keypt peningabréf til að hámarka ávöxtun án áhættu að því er sagt var. Margar fjölskyldur sem eru t.d. að minnka við sig húsnæði, eru tímabundið með mikið fé á milli handanna og vilja ávaxta það sem best án áhættu fram að næsta greiðsludegi. Ef þetta fólk tapar höfuðstólnum sem nýttur var til kaupa á peningabréfum, þá getur það ekki staðið í skilum og missir húsnæði sitt.

Það er skýlaus krafa til stjórnvalda að sama gildi um inneignir í peningasjóðum bankanna og aðra innlánsreikninga, enda lítur þorri fólks á þessa sjóði sömu augum og sparireikninga og þar liggur því ávöxtur af ævistarfi margra.

Hörður Hilmarsson

 


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Peningabréfasjóðirnir eru áhættusjóðir eins og hlutabréfasjóðir bara með minni áhættu. Áhættan verður að hættu þegar bankinn fer á hausinn eins og núna en annars ekki. Þeir sem taka þátt í fjárhættuspilinu í sjóðum sem eru með einhverja áhættu, hversu lítil sem hún er, verða að átta sig á því að það er ekki bara hægt að eiga það á hættu að græða heldur fylgir með í kaupunum hætta á að tapa. Þetta eru svona-  vogun vinnur, vogun tapar - sjóðir. Ríkisskuldabréf og ríkisvíxlar eða sjóðir samsettir eingöngu úr þeim eru einu verðbréfasjóðirnir sem eru tryggir og svo auðvitað sparisjóðsbækur, hverju nafni sem þær svo kallast - gullreikningur, demantsreikningur, o.s.frv.

corvus corax, 7.10.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Þetta eru góðar og gagnlegar upplýsingar, en ekki þær sömu og starfsmenn bankanna gefa fólki sem í góðri trú leitar (leitaði) bestu leiða til ávöxtunar án áhættu.
Kveðja
HH

Hörður Hilmarsson, 7.10.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Kristín

Tek undir það að ríkisstjórnin verði að tryggja inneignir fólks í peningabréfum. Það er jú ákveðin áhætta en það er líka áhætta að taka lán eins og myntkörfulánin. Þetta snýst allt um ráðgjöf bankanna og það er ekki hægt að koma á móts við einn hóp og skilja annan eftir úti í kuldanum.

Kristín, 7.10.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Um ráðgjöf bankanna: Er með undir höndum tölvubréf sem einn bankanna sendi starfsmanni mínum að fyrra bragði, bauð peningabréf sem góðan valkost og "engin áhætta" eins og stendur í skeyti bankans.
Er nema von að fólk treysti viðkomandi valkosti og setji allt sitt sparifé þangað?

HH

Hörður Hilmarsson, 7.10.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband