11.10.2008 | 03:09
Fínn náungi Phil Brown ... eitthvað annað en Gordon !
Mér finnst sérlega ánægjulegt að fylgjast með frammistöðu Phil Brown með nýliða Hull City í ensku úrvalsdeildinni. Ég kynntist honum þegar hann var aðstoðarknattspyrnustjóri hjá Bolton Wanderers, meðan Sam Allardyce var stjóri. Þetta er hinn geðþekkasti maður, eins og Guðni Bergs, Arnar Gunnlaugs. og Eiður Smári geta borið vitni um. Phil hætti hjá Bolton til að taka við stjórastöðu hjá Derby County fyrir einum þremur árum. Hann kom með Derby í æfingaferð til Íslands í júlí (!) og léku þeir gegn ÍA, sem vann óvæntan sigur. Það gekk ekkert hjá Derby í 1. deildinni þetta tímbil og Phil var látinn fara. En "you can´t keep a good man down", eins og sagt er og Phil Brown er kominn aftur í baráttuna. Hann kom Hull City upp í úrvalsdeild á mettíma og félagið frá fiskimannabænum hefur komið verulega á óvart í upphafi keppnistímabilsins í Englandi. Hann á þessa útnefningu sannarlega skilið; "it could not happen to a nicer bloke".
Það skal tekið fram að Phil er ekkert skyldur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretaveldis, sem farið hefur offari og orðið sér til skammar fyrir árásir sínar og áróður um Ísland og Íslendinga í enskum fjölmiðlum í vikunni. Þar fer ekki fínn pappír.
Góða helgi !
Hörður Hilmarsson
Brown knattspyrnustjóri mánaðarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.