Lögfræðingur óskast !

Þetta er ekki í lagi !!!
Stjórnvöld verða að skilja að ef inneignir fólks og fyrirtækja í peningabréfum og peningamarkaðssjóðum verða ekki að fullu bættar eins og annað sparifé, þá mun það hafa alvarlegar afleiðingar þar sem mörg fyrirtæki munu draga saman eða hætta starfsemi með tilheyrandi uppsögnum og atvinnuleysi, fólk missi húsnæði sitt o.fl. o.fl. Auk þess munu fjölmargir einstaklingar tapa yfir 30 % ævisparnaðar og gætu þurft að vera upp á ríki og sveitarfélög komnir síðasta hluta ævinnar. Er það betra en að bæta strax skaðann sem bankarnir skópu?

Krafan er einföld: Íslenska ríkið geri ekki greinarmun á tegund sparnaðar og bæti að fullu inneignir fólks í peningabréfum og peningamarkaðssjóðum, eins og annan sparnað fólks og fyrirtækja. Það gengur ekki að hegna fólki fyrir að lifa sparsamt og leggja fyrir til mögru áranna. Nú eru mögru árin að skella á okkur og þá þurfum við á okkar sparifé og varasjóðum að halda. Það gengur ekki að taka (mér liggur við að segja stela) sparnaðinn af okkur, ofan á allt annað!

Ég sætti mig ekki við skerðingu á þeim höfuðstól sem ég og fyrirtæki mitt lögðu í peningabréf skv. ráðleggingum starfsmanna bankans, sem kallar þau í tölvubréfi sparireikning sem "ber góða vexti, enga áhættu og er alltaf laus".

Einhver hlýtur að bera ábyrgð, ef ekki fyrrverandi eigendur bankanna þá núverandi. - Lögfræðingur óskast !

Reykjavík 28. október 2008
Hörður Hilmarsson

mbl.is Landsbankinn greiðir upp peningamarkaðssjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Óli Sölvason

Það verður að skoða með lagalegu hliðina á þessu. Á einni nóttu eru innlánin færð ofar í forgangi á kröfulista með lagasetningu. Eigendur í peningamarkaðssjóðum hafa enga möguleika á að bjarga sínum peningum úr brennandi bankanum. Má þetta?

Gunnar Óli Sölvason, 28.10.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ég skil gremju þína mætavel. Þeir sem áttu einhverja peninga gátu valið ýmsar leiðir til að geyma þá - með mismunandi áhættu. Öllum viðskiptum fylgir áhætta, ekkert er þar 100% öruggt, ekki einu sinni gamla góða sparisjóðsbókin, með sýna kengöfugu vexti.

Á að bæta öllum allt? Er til peningur í það?

Eða á að meta og bæta tjónið í hlutfalli við áhættuna sem tekin var?

Skelfing hef ég verið heppinn að hafa aldrei verið í vandræðum með að eyða öllu mínu í tóma vitleysu jafnóðum - annars þyrfti ég líklega lögfræðing líka!

Björn Birgisson, 28.10.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Það er heila málið. Þetta var ekki áhættufé heldur sparnaður og varasjóður. Ég gambla ekki með fyrirtæki mitt, en ég treysti ráðgjöf míns viðskiptabanka um það hvar best var að geyma fjármuni tímabundið, án áhættu.
En þetta eru "bara peningar", þótt sárt sé að tapa þeim. Það er annað miklu mikilvægara í lífinu.
Kveðja
Hörður

Hörður Hilmarsson, 28.10.2008 kl. 16:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

Gangi þér vel félagi! í minningu Þóris herðum við upp hugann, gefum skít í peningana og höldum ótrauðir veginn fram eftir götu, skítblankir eins og alltaf. Íslandi allt, með eða án fjármagns!

Björn Birgisson, 28.10.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

HEYR HEYR! Við hjónin erum að tapa sparifé á því að hafa tekið mark

á starfsmanni sem ráðlagði okkur að taka það út af bók með

ágætis ávöxtun og setja inn í þessa sjóði. Það kostar okkur mörg

hundruð þúsund að hafa tekið mark á þessari ráðgjöf. Síðan rukkar

Landsbankinn okkur um yfirdráttarvexti á meðan að þeir frystu allt

í meira en 3 vikur. Glæpsamlegt að mínu mati.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 28.10.2008 kl. 23:26

6 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Þakka þér fyrir kveðjuna og hvatninguna, Björn. Ekki veitir af.
Áfram ÍSLAND .... á öllum sviðum.
Hörður

Hörður Hilmarsson, 29.10.2008 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband