21.1.2009 | 10:34
Skilningsleysi
Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið "komment" Ólafs Hrólfssonar, kunningja míns við þessari frétt. Hvílík samlíking ! Það er greinilegt að Ólafur á ekki aldraða foreldra sem voru ginntir með ósannindum til að færa ævisparnað sinn af sparisjóðsbókinni yfir á peningabréfareikning sem bar litlu hærri ávöxtun, en var sagður áhættulaus.
Ég hvet Ólaf og aðra sem eru sama sinnis til að kynna sér málið betur og reyna að setja sig í spor fólks sem hefur í sveita síns andlits safnað saman nokkrum fjármunum með ráðdeildarsemi og sparsemi og sér svo 1/3 þess sparnaðar gufa upp vegna aðgerða ósvífinna bankaeigenda og -stjórnenda og aðgerða stjórnvalda í kjölfarið. Heimasíðan www.rettlaeti.is segir ekki nema lítið brot af því sem átti sér stað í Landsbankanum í sambandi við kynningu á þessu sparnaðarformi og síðan sukki eigenda bankans með fjármuni innistæðueigenda í peningabréfum. FME og Seðlabankinn brugðust herfilega eftirlitsskyldum sínum og stjórnvöld og þingmenn klikkuðu einnig á einu af helstu hlutverkum sínum sem er að vernda borgarana fyrir óprúttnum aðilum og sviksemi í viðskiptum.
Með baráttukveðjum
Hörður Hilmarsson
![]() |
Vongóð um að fá tjónið bætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Engin grið við verðmætabjörgun
- Íslendingar bregðast við: Farðu í rass og rófu
- Annan eins öðling hef ég nánast ekki hitt
- Tollarnir geti verið högg fyrir sjávarútveginn
- Þorgerður um nýjustu vendingar: Honum var alvara
- Barnið svaf samfleytt í þrjá sólarhringa
- Neikvæð áhrif skattlagningar
- Enn rýkur upp við varnargarðana
Erlent
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
- Tollastríð myndi veikja ríkið í vestri
- Tollar Trumps: Sjáðu listann
- Hlutabréfaverð í Teslu á uppleið eftir dýfu
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.