Þarf að vera hér flokkalýðræði ?

Ég hef oft hugleitt það hvort það sé til önnur og betri leið en það flokkalýðræði sem við búum við.
Hef lengi verið ósáttur við að verða að kjósa einn flokk .... eða skila auðu vegna óánægju með þá valkosti sem verið hafa í boði.
Er ekki hægt að skipa málum þannig að þótt fram séu boðnir listar með nöfnum frambjóðenda að fólk geti valið þá frambjóðendur sem þeim líst best á, burtséð frá því hvar í flokki þeir standa?
Ég vil geta kosið um fólk, ekki flokka.

Ég myndi kjósa, ef ég gæti, a.m.k. eina hagsýna húsmóður, a.m.k. einn frambjóðanda sem hefur náð árangri í viðskiptum (þ.e. rekið fyrirtæki sem skilaði arði), nokkra sem bera hag þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti o.s.frv. þannig að sýnt væri að öll þau sjónarmið sem mér finnast skipta máli eigi sér rödd, fulltrúa á Alþingi.

Ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé hægt eða hvernig, en finnst rétt að viðra þessar skoðanir mínar, hugsa upphátt, nú þegar stefnir í allsherjar uppgjör, endurskoðunar stjórnarskrár o.fl.

Ég er hins vegar ekki sammála þeim röddum að lækka eigi laun þingmanna og ráðherra.
Sé ekki hvernig það geti stuðlað að eftirsókn hæfasta fólks landsins eftir setu á þingi þegar það getur fengið miklu hærri laun hjá einkafyrirtækjum, þótt vissulega séu launakjör ekki allt.
En það má vissulega fækka þingmönnum talsvert og mér hugnast vel sú hugmynd að þingmenn séu ekki um leið ráðherrar, þ.e. þeir þingmenn sem valdir eru til að gegna ráðherraembættum segi af sér þingmennsku.

Með von um betri tíð með blóm í haga, fyrir okkur öll.

Hörður Hilmarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband