Helgarpistill

Er ánægður með helgina ... "so far".
Fengum góðvin okkar í mat á föstud.kvöldið. Sá býr í Svíþjóð, en fylgist betur með því sem gerist á Íslandi en margir sem hér búa. Það var því gaman að heyra skoðanir hans á því sem hefur verið í gangi á Fróni, því "glöggt er gests augað" og vinurinn með skemmtilegan vinkil á því skipbroti sem íslenskt samfélag hefur beðið. Eins og góðra manna er von og vísa kom vinurinn góði ekki eingöngu með gagnrýni á það sem liðið er heldur einnig uppbyggilegar og gjaldeyrisskapandi hugmyndir, s.s. í ferðaþjónustu. Það verður látið reyna á þær.

Laugardagsmorguninn var bjartur og fagur við Elliðavatnið. Það þýddi góðan göngutúr niður að vatninu. Mjög hressandi byrjun á deginum.

Góður vinnufundur í hádeginu með kollega sem kom færandi hendi með eitt stykki samstarfsaðila í Englandi sem vill senda hópa til Íslands. Mjög jákvætt og spennandi.

Bíó undir kvöldið. Gran Torino með hinum aldna heiðursmanni Clint Eastwood í fínu formi sem virkilega "grumpy old man". Góð mynd og skemmtileg.

Eftir afar rólegt laugardagskvöld er eðlilegt og notalegt að vakna snemma á sunnudagsmorgni og eiga daginn framundan til að gera það sem hugurinn stendur til; fara kannski í ræktina, vinna aðeins, skreppa í bíltúr, gera klárt fyrir næstu vinnuviku. Lífið er barátta þessa dagana og vikurnar og þá er gott þegar hægt er að nýta helgarnar til hvíldar og til að endurhlaða batteríin.

Eigið góðan sunnudag!

Hörður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 39976

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband