14.3.2009 | 11:08
Til fyrirmyndar !
Mér finnst eftirfarandi afstaða Inga Björns Albertssonar, frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, til fyrirmyndar.
"Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu finnst mér með öllu óviðeigandi að eyða fúlgu fjár í kosningaslag.
Ég mun því ekki sækjast eftir né þiggja fjárhagslegan stuðning úr neinni átt.
Þar af leiðandi mun ég ekki reka kosningaskrifstofu heldur einbeita mér að maður á mann aðferðinni, greinaskrifum og bloggi.
Ég tel að þeim peningum sem einhverjir væru tilbúnir að styrkja mig með, sé betur komið í eitthvað gott málefni eins og td Mæðrastyrksnefnd, þar sem stuðningurinn fer beint og milliliðalaust til þeirra sem á honum þurfa að halda.
Ég hvet stuðningsmenn mína til að bera fulla virðingu fyrir andstæðingum mínum í prófkjörinu og láta aldrei hnjóðsyrði um þá falla. Minn árangur í prófkjörinu á að byggjast á mínum verðleikum ekki á nokkurn hátt á því að níða skóinn af andstæðingi."
Tekið af bloggsíðu Inga Björns, www.iba.blog.is
Kveðja
HH
![]() |
Kostnaði var stillt í hóf í baráttunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.