Skrýtinn leikur, fótboltinn

Hún getur verið skrýtin íþrótt, knattspyrnan.
Mér fannst MU betra liðið fram á 75. mín. og Liverpool vera að spila á 9 leikmönnum, því Riera gat ekkert og Lucas kæmist ekki í varaliðið hjá MU. Þegar við bættist að Gerrard var ekki nema svipur hjá sjón, átti ég ekki von á að Liverpool næði nema í mesta lagi einu stigi út úr leiknum.
1-4 gefur ekki rétta mynd af leiknum, en svona er fótboltinn. Ég hef séð ófáa leikina þar sem Liverpool hefur verið betra liðið gegn MU, en orðið að sætta sig við tap, oftast eins marks munur, svo maður þakkar bara fyrir stigin og stóran sigur.

Það er svekkjandi að vinna Man. Utd. í báðum leikjunum, Chelsea í báðum, en henda stigum í Stoke, Middlesbro og álíka lið. Mót vinnast á breidd og stöðugleika, tapast á skorti á þessum þáttum.
Þess vegna held ég að MU vinni deildina nokkuð örugglega, en á meðan það er von þá heldur maður í hana.

Áfram LIVERPOOL !


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bwahahahaha þeir voru yfirspilaðir... og luckas var fínn í dag... á hvað varstu að horfa???? margir bjórar með þessum leik eða?

Frelsisson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Enginn bjór, bara það sem ég sá og byggt á 50 ára reynslu í boltanum.
En það er nú þetta dásamlega við boltann, hvað menn sjá leiki með misjöfnum augum.
Kveðja
HH

Hörður Hilmarsson, 14.3.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband