Matur, kaffi og mánaðamót !

Góður maður lýsti einu sinni aðstæðum sínum þannig að lífið væri bara "matur, kaffi og mánaðamót". - Hann hefur væntanlega átt við til hvers hann hlakkaði mest á þessu tímabili.

Það var meiri jákvæðni í afmæliskortinu sem ég fékk fyrir margt löngu, en þar stóð:
"Lífið er ekki bara leikur, það er líka dans á rósum".
Veit ekki hversu margir myndu skrifa undir það nú á þessum síðustu og verstu.
Það er þó sem betur fer margs að hlakka til og margs að njóta, þessa dagana jafnt sem áður og vonandi ávallt.

Í kvöld var ánægjulegt að horfa á sigur íslenska handboltalandsliðsins yfir "Makedónum". Um síðustu helgi kom á óvart stórsigur Liverpool á Man. Utd., í skrýtnum leik.
Í gærkvöldi kom stórmyndin um Benjamin Button manni í gott skap, stórgóð mynd, vel leikin og gerð. Þetta var bíómynd númer 9 sem ég sé á árinu.
En það þarf ekki góða bíómynd eða skemmtilegan leik til að njóta góðrar stundar.
Samvera með fjölskyldunni, ættingjum og vinum, gefur alltaf vel af sér.
Við gerum aldrei of mikið af slíku .... og svo kostar það ekki neitt .... per se.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Hilmarsson
Hörður Hilmarsson
Framkvæmdastjóri ÍT ferða, fyrrum kennari, íþróttamaður og þjálfari
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 39976

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband