21.3.2009 | 11:57
HREYFING er allra meina bót !
Ég byrjaði í ræktinni fyrir nokkrum vikum. Fyrstu tvær vikurnar fór ég aðeins 2svar, en bætti svo einni æfingu við og það hentar mér vel. Það er satt sem haldið hefur verið fram; manni líður betur við mátulega áreynslu nokkrum sinnum í viku.
Minn staður er Hreyfing í Glæsibæ. Staðsetningin hentar mér vel; ég er eina mínútu í vinnuna eftir morgunæfingar. En svo er stöðin líka mjög fín; tækin góð, öll aðstaða til fyrirmyndar og starfsfólkið hjálpsamt og elskulegt. HREYFING ER ALLRA MEINA BÓT !
Tilgangurinn með líkamsræktinni er eins og hjá flestum, að styrkja líkama og sál og í raun bæta lífsgæðin. Í leiðinni mega alveg nokkur aukakíló fjúka. Svo er eitt aðal markmiðið leyndarmál sem ekki verður upplýst hér.
Tenglar
Mínir tenglar
- RÉTTLÆTI.is Barátta fyrir 100 % endurgreiðslu sparifjár í peningabréfum Landsbankans
- ÍT ferðir Ferðaskrifstofa íþróttamannsins
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.